Þessar splunkunýju flögur frá Intel búa yfir; örgjörva (CPU), skjástýringu (GPU), vél sem vinnur með tauganet (NPU) og síðast ekki en síst: gervigreindarvél (xPU). Með því að byggja gervigreindarvirkni beint á flöguna, er ekki bara hægt að létta álaginu af öðrum hlutum kerfisins, heldur opna á ótal nýja möguleika í vinnu.
Dell XPS kemur í mörgum og stærðum. Allt frá einni meðfærilegustu 13" fartölvu í heimi, upp í eina þá öflugstu í 16" útgáfunni. Á milli þeirra situr svo hin splunkunýja XPS 14 sem býður upp á fullkomna blöndu meðfærileika og afls. Allar auðvitað undurfagrar og úr fyrsta flokks efnum.
XPS er hönnuð til að vera mínímalísk, falleg og endingargóð. Fallegir Graphite og Platinum litirnir koma einstaklega vel út og tölvurnar virðast nánast vera úr einu stykki af áli og gleri. Skjárinn nær nánast alveg út í kantana og snertimúsinn er felld inn í rammann. Ekkert fær að eyðileggja línurnar.
InfityEdge skjárinn nær alveg út í kantana og hjálpar til við að minnka fótspor tölvanna. Hann er bjartur, skýr og vitaskuld með blágeislavörn. Fjórir Dolby Atmos hátalarar skila 360° hljóði sem var fínstillt af Grammyverðlaunafanum Jack Joseph Puig.
Dell Technologies er einn stærsti framleiðandi tölvubúnaðar í heiminum. Advania hefur verið samstarfsaðili Dell í nokkra áratugi og sér um sölu og þjónustu á vél- og hugbúnaði.