Öllu góðu verður að ljúka

14. janúar 2020 mun Microsoft hætta öllum stuðningi við Windows 7. Þetta þýðir að stýrikerfið fær engar uppfærslur á virkni eða öryggi eftir þann tíma. Windows 7 er búið að reynast mörgum vel í fjöldamörg ár og ekki laust við að einhver muni sakna þess.

Að keyra á óstuddum hugbúnaði skapar þó öryggisáhættu og gæti stuðlað að óþarfa niðurtíma. Hann er ekki uppfærður í takt við nýjar öryggishættur og tölvan er ekki samhæfð nýrri vélum.

Við mælum því með að allir sem nota enn Windows 7, uppfæri við fyrsta tækifæri í Windows 10.

Image for Öllu góðu verður að ljúka
Image for Sérfræðingar okkar geta hjálpað

Sérfræðingar okkar geta hjálpað

Advania rekur eitt fullkomnasta tölvuverkstæði landsins. Sérfræðingar okkar hafa áratuga reynslu af uppfærslu vélbúnaðar og ávallt reiðubúnir til að aðstoða.

Hafðu samband og við finnum hentugan tíma fyrir uppfærslu á tölvunni þinni.

Rétti tíminn til að endurnýja

Í mörgum tilfellum gæti reynst nauðsynlegt að uppfæra vélbúnað. Núna er því rétti tíminn að uppfæra eldri vélar og fjárfesta í nýjum tölvum með öruggustu útgáfu Windows sem völ er á. Windows 10 er pakkað af öryggisvirkni og uppfært mjög reglulega. Dell er samstarfsaðili Microsoft og vinna fyrirtækin saman til að sjá til þess að Dell tölvur séu með þeim öruggustu á markaðinum.

Image for Rétti tíminn til að endurnýja

Ertu með spurningar?

Við erum boðin og búin til að svara öllum þeim spurningum sem þú kannt að hafa varðandi uppfærslur úr Windows 7.