Hvað er vinnustöð?

Þó venjulegar tölvur í dag séu margfalt öflugri en við áttum að venjast í gamla daga, eru sumar aðstæður sem hreinlega kalla á algjöra vinnuhesta. Já eða vinnustöðvar eins og vélar sem þessar eru að jafnaði kallaðar. Þessar tölvur eru sérstaklega hugsaðar til að taka á mjög þungum verkefnum sem myndu bræða úr venjulegri heimilistölvu. Þær eru meðal annars með sérstaklega öfluga örgjörva, mikið (oft alveg ótrúlega mikið) vinnsluminni og mikla tengimöguleika. Við getum sagt að vinnustöðvar eru Gordon Ramsey eldhússins á meðan venjulegar tölvur eru kokkarnir sem vinna fyrir hann. Nema að vinnustöðin er ekki alltaf reið. Eiginlega bara aldrei ef út í það er farið.

Image for Hvað er vinnustöð?

Svo vinnustöðvar eru öflugri en venjulegar tölvur, en þar með er ekki öll sagan sögð. Kvikmyndavinnsla og grafísk hönnun krefjast til dæmis gríðarlega öflugra skjástýringa. Raunar duga hefðbundnar skjástýringar ekki til, heldur verður vélin að hafa öflugt skjákort. Jafnvel tvö, þrjú.. eða fjögur! Ofan á það verður svo að vera hægt að uppfæra vélina eftir þörfum og vinnustöðvar eru sérstaklega hannaðar til þess að hægt sé að bæta við og skipta út íhlutum. Afl og aðlögunarhæfni er því algjört lykilatriði. 

Vinnustöðvar eru sem sagt í mjög stuttu máli öflugri og skalanlegri en hefðbundnari vélar. En í hvaða aðstæðum ættir þú að íhuga að fjárfesta frekar í vinnustöð? Hér fyrir neðan eru örfá dæmi um hvað vinnustöðvar nýtast sem best í. Listinn er auðvitað mjög langt frá því að vera tæmandi og hægt er að nýta vinnustöðvar í allt sem notendanum dettur í hug. 

 

Þung grafísk vinnsla

 • Klipping kvikmynda í m.a Vegas Pro
 • Gerð tæknibrellna í m.a After Effects
 • Þunga myndvinnslu í m.a Photoshop

Hönnun og teikningar

 • 3D teikningar í m.a Autodesk
 • CAD hönnun í m.a Creo
 • Hönnun módela í m.a HyperWorks
 • Gerð sýndarveruleikaumhverfis
 • Hljóð- og tónlistarvinnsla

Þung reiknilíkön og hermar

 • Kortagerð í m.a ArcGIS Desktop
 • Veðurspár
 • Ýmsar hermaprófanir sem keyra 24/7

Dell Precision er fremst á meðal jafningja

Síðustu ár höfum við séð mikla þróun í vinnustöðvum og núna er meira að segja hægt að fá þær sem fartölvur. Að jafnaði eru þessar vélar stærri um sig en venjulegar fartölvur og skal engan undra. Það er ekki auðvelt verkefni að koma svo öflugri vél fyrir í skel sem hægt er að ferðast með. Nema auðvitað ef þú heitir Dell. Á ótrúlegan hátt hefur þeim tekist að koma Precision vinnustöð fyrir í XPS 15 skelinni sinni. Fyrir þá sem ekki þekkja XPS 15, er hún ein þynnsta 15“ fartölva í heiminum. Þarna eru Dell því búnir að búa til.. jú laukrétt: þynnstu vinnustöð í heimi.

Image for Dell Precision er fremst á meðal jafningja

Mjög stór kostur þess að velja vinnustöð er að hægt er að sníða stakk eftir vexti. Sérfræðingar Advania hafa til að mynda sérpantað Precision vinnuvélar fyrir viðskiptavini sína í áraraðir. Sett er saman vél sem hentar verkefninu fullkomlega og vegna þess að vinnustöðvar eru skalanlegar, er alltaf hægt að bæta við búnaðinn þegar kröfurnar breytast.

Precision vélarnar aðlaga sig svo stöðugt að því sem verið er að vinna í. Dell Precision Optimizer stillir vinnslu vélarinnar eftir því sem er unnið er í og sér þannig til þess að nýtingin sé 100%. Kynntu þér þetta magnaða forrit í blogginu okkar um málið.

Sjáðu úrvalið

Dell Precision vélar frá Advania hafa verið bakbeinið í fjöldamörgum verkefnum hér á landi. Við erum gríðarlega stolt af því að geta lagt okkar af mörkum í vísindastarfi, kvikmyndagerð, arkitektúr, iðnaði, hönnun og fleira á Íslandi og hlökkum auðvitað til að halda áfram á sömu braut. Kynntu þér úrvalið sem til er á lager núna og ekki hika við að hafa samband við teymið okkar til að fá aðstoð við að finna vinnustöð sem hentar þér best.

Image for Sjáðu úrvalið


Hafðu samband

Vinsamlega fyllið inn í reitina hér fyrir neðan