1. SKILGREININGAR
Kaupandi: er einstaklingur sem kaupir vöru í tilgangi sem er óviðkomandi starfi hans í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003.
Kaupandi getur líka verið fyrirtæki eða lögaðila og gilda þá lög um þjónustukaup nr. 42/2000 um viðskiptin.
2. UPPLÝSINGAR OG VERÐ
2.1. Við veitum upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Myndir af vörum veita eingöngu leiðbeinandi upplýsingar og hugsanlegt er að varan sé ekki nákvæmlega eins og fram kemur á mynd sem sýnd er. Vörur á mynd kunna t.d. að vera með aukabúnaði, sem er ekki innifalinn í vörunni, eða í öðru formi eða litbrigðum. Ef ósamræmi er á milli vöruheitis, lýsingar og myndar þá skal vöruheitið gilda. Ef þú ert í einhverjum vafa um upplýsingar um vöruna hvetjum við þig til að hafa samband við okkur. Við birtum allar upplýsingar með fyrirvara um prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.
3. RÉTTUR TIL AÐ FALLA FRÁ SAMNINGI
3.1. Einstaklingar sem kaupa vöru utan atvinnustarfsemi hafa rétt til að falla frá samningi innan 14 daga frá því að varan fékkst afhent. Frestur til að skila vörunni til okkar aftur rennur út 14 dögum eftir þann dag.
3.2. Einstaklingur getur ekki fallið frá samningi ef:
3.2.1. Innsigli á tölvuhugbúnaði er rofið eftir afhendingu
3.2.2. varan er sérpöntuð eða sérsniðin eftir forskrift einstaklingsins
3.3. Til þess að nýta réttinn þarf einstaklingur að tilkynna Advania ákvörðun sína með ótvíræðri yfirlýsingu t.d. með tölvupósti á netfangið sala@advania.is.
3.4. Ef einstaklingur fellur frá samningi mun Advania endurgreiða allar greiðslur sem félagið hefur fengið frá einstaklingnum, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði ef valinn var annar afhendingarmáti en ódýrasta staðlaða afhendingarmáta sem boðið er upp á).
3.5. Endurgreiðsla fer fram án ástæðulausrar tafar og ekki síðar en 14 dögum eftir að Advania berst varan til baka. Einstaklingur fær endurgreitt með sama greiðslumiðli og notast var við í upphaflegu viðskiptunum, nema annað sé samþykkt sérstaklega.
4. SKILARÉTTUR
4.1. 14 daga skipti- og skilafrestur er á óopnuðum og ónotuðum vörum sem keyptar eru í vefverslun. 30 daga skilafrestur er á gölluðum vörum.
4.2. Gölluðum vörum skal skilað á verkstæði Advania, Borgartúni 28 Reykjavík.
4.3. Vöru fæst aðeins skilað ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:
4.3.1. Varan er sannanlega gölluð.
4.4. Allar handbækur, fylgihlutir, fylgigögn og umbúðir skulu fylgja með í upprunalegu ástandi. Varan er algjörlega í upprunalegu ásigkomulagi án sjáanlegra skemmda. Sérpantaðri vöru fæst ekki skilað nema varan sé verulega gölluð.
5. RÉTTUR VEGNA GALLA
5.1. Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er Advania skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.
5.2. Tilkynning á galla verður að berast skriflega til Advania, án ástæðulauss dráttar.
5.3. Réttur neytenda (með neytenda er átt við einstakling utan atvinnustarfsemi) til að fá galla bættan er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003.
5.4. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.
6. ÁBYRGÐ
6.1. Ábyrgð Advania vegna galla á vöru er í samræmi við neytendakaupalög 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklinga utan atvinnustarfsemi. Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis (atvinnustarfsemi) er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup lög nr. 50/2000.
6.2. Ábyrgð er ekki staðfest nema að kaupnótu sé framvísað.
6.3. Advania er ekki skuldbundið til að taka þátt í viðgerðarkostnaði, gefa afslætti, skipta út vöru o.s.frv. eftir að ábyrgðartíma lýkur.
6.4. Advania áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, þó innan eðlilegra tímamarka. Ef að til úrlausnar ábyrgðar kemur, er Advania skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.
7. PERSÓNUUPPLÝSINGAR
7.1. Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.
8. ÁGREININGUR
8.1. Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara skilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Dómsmál vegna ágreinings um atriði sem falla undir skilmála þessa skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.