Hvernig endurvinn ég pakkningarnar?

Hér má sjá leiðbeiningar um endurvinnslu þeirra hluta sem pakkningar Dell samanstanda af.

Image for Bambus fóðringar

Bambus fóðringar

Endurvinnanlegar eins og pappi og pappír.

Brotnar lífrænt niður.

  • Endurvinna eða setja í moltu
Image for Pökkunarumslög

Pökkunarumslög

Notuð til að senda litla parta og taka minna pláss en hefðbundnir kassar.

Búin til úr pappaspjaldi sem innihalda talsvert af endurunnum efnum.

  • Endurvinna á hefðbundinn hátt
Image for Brúnir pappakassar

Brúnir pappakassar

Gerðir úr minnst 25% endurunnum pappa.

Lágmarks prentun á kassana hámarkar endurvinnsluhæfi.

  • Endurvinna á hefðbundinn hátt
Image for Fóðringar úr sveppum

Fóðringar úr sveppum

Ræktað úr landbúnaðarafgöngum.

Notað til að vernda ákveðnar vörur fyrir hnjaski.

  • Lífrænt og á að setja í moltu
Image for Pappamót

Pappamót

Búið til úr endurunnum dagblöðum og öðrum pappír.

Notað til að vernda stærri vörur - t.d borðtölvur.

  • Endurunnið eins og annar pappi
Image for EPE fóðringar

EPE fóðringar

Expanded Polyethylene (EPE) er sveigjanlegt frauðplast.

Notað til að vernda sumar sendingar.

  • Óendurvinnanlegt
Image for HDPE plastbakkar

HDPE plastbakkar

Unnið úr endurunnu plasti, svo sem vatnsflöskum.

Ber #2 endurvinnslumerkingu og hægt að endurvinna aftur.

  • Endurunnið eins og annað plast
Image for Loftfylltir plastpokar

Loftfylltir plastpokar

Léttir plastpokar úr #4 plasti sem búið er að fylla af lofti.

Sett einstaka sinnum í kassa til að vernda innihaldið.

  • Hleypið loftinu úr og endurvinnið sem annað plast
Image for Plastpokar

Plastpokar

Notaðir til að halda minni hlutum saman.

Unnið úr hefðbundnu plasti.

  • Endurunnið eins og annað plast

Pappír

Áprentaður pappír, t.d leiðbeiningar og markaðsefni.

FSC vottaður pappír sem prentað er á með vistvænu bleki.

  • Endurunnið sem annar pappír