Umhverfisvænar pakkningar

Allar pakkningar frá DELL eru úr endurunnum og/eða endurvinnanlegum efnum.

  • Allt plast er endurunnið og stór hluti hefur verið fiskaður úr sjónum
  • Allt blek er unnið úr mengun í Indlandi
  • Bambus er notaður í staðin fyrir frauðplast
  • Pakkningar eru eins litlar og mögulegt er til að auðvelda flutning
  • DELL er hluti af SmartWay og eru flutningsleiðir vara úthugsaðar
Image for Umhverfisvænar pakkningar
Image for DELL tölvur

DELL tölvur

Efnisval í tölvum er hugsað sérstaklega til að uppfylla ICE 62635 staðalinn. Þetta þýðir að eins mikið er notað af sterkum og endurvinnanlegum byggingarefnum eins og völ er á. Í framleiðslunni notar DELL stál, ál, endurunnið plast og síðast en ekki síst: koltrefjar sem unnið er úr gömlum flugvélahlutum.

Allt plast er endurunnið og allar tölvulínur eru settar saman á þann hátt að auðvelt er að taka þær í sundur til endurvinnslu. Þannig stuðlar DELL að hringlaga hagkerfi sem tekur efni inn aftur til framleiðslu, í stað þess að þeim sé hent.

DELL XPS og Precision 5000 fartölvur hafa verið um árabil framleiddar úr endurunnum koltrefjum og heilu álstykki sem hægt er að endurvinna svo til endalaust.

Uppfærslur og endurvinnsla vélbúnaðar

Dell rekur stærstu endurvinnslu tölvuíhluta í heiminum. Í rúmlega 80 löndum taka þeir við gömlum búnaði, parta hann í sundur og nýta hlutina í framleiðslu á nýjum. Vegna legu Íslands hefur Advania til þessa ekki tekið þátt í endurvinnslu Dell en við tökum þó að sjálfsögðu á móti búnaði og komum í réttan farveg.

Besta leiðin til að stuðla að umhverfisvernd er að láta búnað duga eins lengi og kostur er. Margar vélar má uppfæra á auðveldan hátt og framlengja líftímann þannig til muna.

Image for Uppfærslur og endurvinnsla vélbúnaðar
Image for Ný nálgun í töskuframleiðslu

Ný nálgun í töskuframleiðslu

DELL eru ekki óhræddir við að nota hugmyndaflugið í því stanslausa verkefni sem samfélagsábyrgð er. Góð dæmi um þetta er hvernig allt blek sem fyrirtækið notar, er unnið úr mengun á Indlandi.

Nýjasta viðbótin í safni hálf klikkaðra en árangursríkra hugmynda, er hvernig DELL framleiðir töskur og bakpoka. Fyrir utan að framleiðslan sjálf notar 90% minna vatn og gefur frá sér 62% minni mengun en áður, eru töskurnar húðaðar með vatnshelda efninu Polyvinyl Butyral sem unnið er úr endurunnum bílrúðum.

Hvað þýða staðlarnir?

Sjáðu hvaða staðla búnaðurinn okkar uppfyllir og fyrir hvað þeir standa.


Image for Hvað þýða staðlarnir?