Image for DELL framleiðir búnað á ábyrgan hátt

DELL framleiðir búnað á ábyrgan hátt

Í allri sinni framleiðslu leggur DELL áherslu á það sem þeir kalla hringlaga hagkerfi. Þetta þýðir að allt sem er framleitt, verður hægt að nota aftur þegar líftími vörunnar er liðinn. Í stað þess að íhlutur verði að rusli eftir notkun, sé hann tekinn inn aftur og endurnýttur á framleiðslu á nýrri vöru. DELL rekur stærstu tæknilegu endurvinnslustarfsemi í heimi – í 83 löndum.

Nýverið fór DELL fram úr markmiðum sínum fyrir árið 2020 í endurvinnslu og hafa nú endurunnið 2 milljarða punda af tölvuíhlutum ásamt 100 milljónum punda af plasti og öðrum endurvinnanlegum efnum.

 • Markmiðið er að minnka orkuþörf búnaðarum 80% fyrir árið 2020
 • Notkun á efnum skaðlegum fólki og náttúru er og verður alveg hætt
 • 97% úrgangs er endurunninn

Ný nálgun í töskuframleiðslu

DELL eru ekki óhræddir við að nota hugmyndaflugið í því stanslausa verkefni sem samfélagsábyrgð er. Góð dæmi um þetta er hvernig allt blek sem fyrirtækið notar, er unnið úr mengun á Indlandi.

Nýjasta viðbótin í safni hálf klikkaðra en árangursríkra hugmynda, er hvernig DELL framleiðir töskur og bakpoka. Fyrir utan að framleiðslan sjálf notar 90% minna vatn og gefur frá sér 62% minni mengun en áður, eru töskurnar húðaðar með vatnshelda efninu Polyvinyl Butyral sem unnið er úr endurunnum bílrúðum.

Image for Ný nálgun í töskuframleiðslu
Image for DELL tölvur

DELL tölvur

Efnisval í tölvum er hugsað sérstaklega til að uppfylla ICE 62635 staðalinn. Þetta þýðir að eins mikið er notað af sterkum og endurvinnanlegum byggingarefnum eins og völ er á. Í framleiðslunni notar DELL stál, ál, endurunnið plast og síðast en ekki síst: koltrefjar sem unnið er úr gömlum flugvélahlutum.

Allt plast er endurunnið og allar tölvulínur eru settar saman á þann hátt að auðvelt er að taka þær í sundur til endurvinnslu. Þannig stuðlar DELL að hringlaga hagkerfi sem tekur efni inn aftur til framleiðslu, í stað þess að þeim sé hent.

DELL XPS og Precision 5000 fartölvur hafa verið um árabil framleiddar úr endurunnum koltrefjum og heilu álstykki sem hægt er að endurvinna svo til endalaust.

Umhverfisvænar pakkningar

Allar pakkningar frá DELL eru úr endurunnum og/eða endurvinnanlegum efnum.

 • Allt plast er endurunnið og stór hluti hefur verið fiskaður úr sjónum
 • Allt blek er unnið úr mengun í Indlandi
 • Bambus er notaður í staðin fyrir frauðplast
 • Pakkningar eru eins litlar og mögulegt er til að auðvelda flutning
 • DELL er hluti af SmartWay og eru flutningsleiðir vara úthugsaðar
Image for Umhverfisvænar pakkningar
Image for Vottanir

Vottanir

Fjöldinn allur er til af stöðlum og vottunum sem fyrirtæki geta uppfyllt til að sýna vilja sinn í verki. Hluti af vottunum sem DELL uppfyllir eru

 • Institude of Scrap Recycling Idustries vottun 2018 fyrir Latitude vélar
 • ISO 9001 staðallinn
 • ISO 14001 staðallinn
 • OHSAS 18001 staðallinn
 • ISO 27001 staðallinn
 • ISO 50001 staðallinn

Verðlaun

Hluti af þeim verðlaunum sem DELL hefur hlotið fyrir vinnu sína í umhverfisvernd eru

Image for Verðlaun

 

 

Vinsælar vörur