Image for Umhverfisvernd með hjálp tækninnar

Umhverfisvernd með hjálp tækninnar

Mikil vitundarvakning er að eiga sér stað varðandi umhverfisvernd og samfélagsábyrgð. Framleiðsla, sala og nýting raftækja er þar engin undantekning, enda krafa neytanda um að hlutirnir séu gerðir almennilega ávallt að verða háværari.

Hér má finna nokkur ráð um hvernig hægt er að grípa tækifæri sem snúa að tækni og stuðla að heildstæðara starfi í samfélagsábyrgð.

Nokkrar hugmyndir að umhverfisvænni stefnu

Spörum umhverfissporið

  • Upplýsingatæknin getur hjálpað til við að skipuleggja flutninga og ferðalög á skynsamari hátt
  • Hægt er að nýta fjarfundalausnir í stað þess að ferðast erlendis á fundi og spara þannig kolefnisfótsporið
  • Hægt er að nýta snjallar lausnir upplýsingatækni til að hafa meiri yfirsýn um orkunotkun starfseminnar

Hugsum út fyrir boxið

  • Úthýsing upplýsingatækni getur sparað kostnað og dregið úr notkun náttúruauðlinda
  • Með því að kynna sér hvernig búnaður er framleiddur er hægt að velja þann sem hefur minnstu áhrifin á náttúruna. Hvaða staðla uppfyllir búnaðurinn og er hægt að endurvinna hann?

Gefum búnaði nýtt líf

  • Endurvinnum allan búnað og finnum eldri búnaði sem er í lagi nýtt hlutverk
  • Margar tölvur má uppfæra og lengja þannig líftíma þeirra til muna
  • Hægt er að endurnýja rafhlöður - vinnsluminni og gagnageymslur í fartölvum

  

 

Vinsælar vörur