Uppfærðu tölvuna þína

Advania rekur stórglæsilegt verkstæði að Borgartúni 28. Þar sinnum við ábyrgðum á DELL búnaði en einnig almennum viðgerðum og uppfærslum. Sjáðu hvernig við getum hjálpað til við að gera tölvuna þína næstum sem nýja með réttu uppfærslunum.

SSD uppfærslupakkar á vélum með HDD diska

Gefðu tölvunni þinni nýtt líf með uppfærslu í SSD disk. Þeir eru tíu sinnum hraðari en hefðbundnir diskar og eru öruggasta leiðin til að auka hraða og áreiðanleika véla. Advania býður upp á uppfærslupakka sem henta flestum tölvum með hefðbundna diska og ísetningu á mjög hagstæðum kjörum. Gamli harði diskurinn er fjarlægður og settur í sérstaka hýsingu sem gerir hann að flakkara, vélin er rykhreinsuð og SSD diskur er settur í vélina.

Image for SSD uppfærslupakkar á vélum með HDD diska
Image for Uppfærslur á vinnsluminni

Uppfærslur á vinnsluminni

Hægt er uppfæra vinnsluminni í mörgum tölvum. Með því er hægt að auka vinnsluhraðann og stytta biðina þegar unnið er í kröfuhörðum verkefnum. Advania býður upp á vinnsluminni af öllum stærðum og gerðum, í flestar gerðir tölva. Sjáðu úrvalið í vefverslun eða komdu með vélina á verkstæðið okkar í Borgartúni 28, fáðu ráðgjöf og ókeypis ísetningu á vinnsluminni sem hentar þinni tölvu best.

Pantaðu tíma

Pantaðu þann tíma sem hentar þér best og við svörum um hæl.