Advania rekur stórglæsilegt verkstæði að Borgartúni 28. Þar sinnum við ábyrgðum en einnig almennum viðgerðum og uppfærslum á búnaði. Ekki hika við að kíkja á okkur, hringja í 4409000 eða senda okkur skilaboð ef þig vantar aðstoð með þinn búnað.

Uppfærslur á tölvum

Sjáðu hvernig við getum hjálpað til við að gera tölvuna þína næstum sem nýja með réttu uppfærslunum.

Image for Uppfærslur á tölvum

Ábyrgðir og viðgerðir

Til viðbótar hefðbundinni neytenda- og tækjaábyrgð býður Advania upp á sérstaka ábyrgð á búnaði frá Dell. Þetta gerir okkur kleift að bjóða viðameiri ábyrgðir með betri þjónustu en ellegar væru í boði. Á öðrum vörum er almenn ábyrgð sem lesa má nánar um í viðskiptaskilmálum Advania. Sérstakar Dell ábyrgðir eru listaðar upp hér fyrir neðan.

 

 

 


NBD - Next Business Day Basic

Markmið Next Business Day Basic ábyrgðar Dell er að lágmarka bið viðskiptavinarins eftir úrvinnslu sinna mála. Ábyrgðin er hönnuð fyrir viðskiptabúnað sem erfitt er að missa í venjulegt viðgerðarferli og jafnvel úr húsi. Þegar bilanagreining hefur átt sér stað er varahlutur sendur strax af stað frá Dell. Hægt er að vinna úr NBD málum á tvo vegu. Báðir hannaðir til að lágmarka niðritíma og veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu. Annars vegar getur viðskiptavinur fengið tæknimann á staðinn:

  • Viðskiptavinur hringir í þjónustusíma DELL í Evrópu 800-8123 á skrifstofutíma
  • Bilanagreining fer fram á ensku í gegnum síma
  • Sé þörf á varahlut sendir Dell hann á verkstæði Advania almennt innan tveggja daga
  • Tæknimaður Advania kemur með varahlut til viðskiptavinar og framkvæmir viðgerðina á staðnum innan næsta virka dags frá því að varahlutur berst
Image for NBD - Next Business Day Basic

Hinsvegar getur þjónustan farið fram í gegnum verkstæði Advania Borgartúni:

  • Viðskiptavinur kemur með búnað á verkstæði Advania Borgartúni 28
  • Tæknimaður bilanagreinir búnaðinn og pantar varahlut frá Dell
  • Dell sendir varahlut á verkstæði Advania innan tveggja daga (að því gefnu að hluturinn sé til)
  • Viðgerð fer fram á verkstæði Advania
  • Viðskiptavinur sækir búnað á verkstæði Advania Borgartúni 28

NBD ábyrgð er almennt innifalin með Dell Latitude, OptiPlex og Precision tölvum

 

 

 


CIS - Carry-in-Service

Hefðbundin ábyrgð þar sem viðskiptavinur kemur með eða sendir búnaðinn á verkstæði Advania Borgartúni 28. Búnaðurinn fer í hefðbundið ferli þar sem hann er bilanagreindur, varahlutir pantaðir og gert er við búnaðinn. Varahlutir eru að jafnaði 3-5 virka daga að berast.

Image for CIS - Carry-in-Service

 

 

 


KYHD - Keep Your Hard Drive

Undir venjulegum kringumstæðum þyrfti viðskiptavinur að skila inn hörðum diski sé honum skipt út vegna galla. KYHD ábyrgð gerir viðskiptavinum hinsvegar kleift að halda gölluðum diskum þó nýjum sé útvegað undir ábyrgð. Þannig getur viðskiptavinur sjálfur reynt að bjarga, eða eytt öllum gögnum sem kunna að vera á disknum.

Image for KYHD - Keep Your Hard Drive

 

 

 


DELL Premium Panel ábyrgð á skjáum

Öllum Ultrasharp, Professional og Alienware skjáum frá DELL fylgir sérstök Premium Panel ábyrgð. Ef galli leynist í svo mikið sem einum punkti í skjánum, er honum skipt út innan ábyrgðar. Premium Panel ábyrgð gildir á meðan almenn ábyrgð á skjánum er í gildi.

Image for DELL Premium Panel ábyrgð á skjáum