Hvað er skjákort?

Ef þú ert að skoða nýja tölvu sérðu líklega oft orðin „skjákort“ og „skjástýring“. Hvað í ósköpunum er það og hvort viltu hafa í nýju tölvunni þinni?

Image for Hvað er skjákort?
Image for

Eins og nafnið gefur til kynna þá eiga þessar tvær lausnir það sameiginlegt að þær stjórna því sem við sjáum á skjánum. Tölvan gefur skipun um að eitthvað skuli birtast á skjánum og það er skjástýringarinnar- kortsins að vinna úr því. En þær gera þetta auðvitað ekki frítt því til að verða við beiðninni þarf vinnsluminni. Þarna kemur munurinn í ljós, því skjákort hafa sitt eigið vinnsluminni á meðan skjástýringar eru innbyggðar í tölvuna og nýta vinnsluminnið hennar. Skjástýringar duga langflestum í daglegri vinnslu og fæstir lenda í því að skjástýring hafi ekki undan því sem af henni er krafist.

Ef það stendur hinsvegar til að spila þunga tölvuleiki í miklum gæðum eða klippa mikið af myndböndum, er prýðileg hugmynd að velja sér tölvu með skjákorti. Kortið nýtir sitt eigið vinnsluminni og er að öllu leyti öflugra en hefðbundin skjástýring. Skjákort eru þó eðlilega dýrari lausn og vegna kraftsins skapa þau meiri hita. Það er því nauðsynlegt að vera með góða kælingu í vélum með skjákorti, nema það eigi auðvitað að nýta tölvuna í að spæla egg. Sem við mælum ekkert sérstaklega með.

Image for