Hvað er örgjörvi?

Örgjörvi er það nafn sem flestir gefa „heilanum“ í tölvunni (og öðrum snjalltækjum). Þessi pínulitli kubbur sér um að túlka og framkvæma flestar skipanir frá öllum vélbúnaði jafnt sem hugbúnaði. Stærð og gerð örgjörvans skiptir því gríðarlegu máli fyrir vinnslu tölvunnar.

Image for Hvað er örgjörvi?
Image for

Vinnsluhraði örgjörvans er jafnan mældur í riðum (GHz). Ef hann er 1 GHz getur hann unnið úr einum milljarði skipana á sekúndu. Algengt er að nýir örgjörvar státi af vinnsluhraða frá 2 – 4 GHz. En þar með er ekki öll sagan sögð því hlutir eins og fjöldi kjarna skiptir miklu máli. i3 örgjörvarnir frá Intel eru til að mynda tveggja kjarna á meðan i5 og i7 eru fjögurra kjarna. Fleiri kjarnar skila eðli málsins samkvæmt meiri krafti þar sem hægt er að vinna í fleiri hlutum í einu.

Það eru til ótal útgáfur af örgjörvum. Margir framleiðendur framleiða margar týpur fyrir margar aðstæður. Það eru til dæmis til örgjörvar fyrir vinnustöðvar og aðrir fyrir þunnar fartölvur. Algengustu örgjörvarnir sem finna má í almennum tölvum í dag eru frá Intel. Nánar tiltekið i5 og i7. Í mjög einföldu máli er i7 hraðari útgáfa sem hentar betur í þyngri vinnslu en kostar um leið meira. Að velja rétta örgjörvann snýst því um hvað notandinn sér fyrir sér að hann noti tölvuna í. Fyrir hinn venjulega notanda er i5 yfirdrifið nóg en fyrir þá kröfuhörðu er i7 augljóst val.

Image for