Velkomin

Velkomin í nýja vefverslun Advania

Það hefur aldrei verið einfaldara eða fljótlegra að nálgast það frábæra úrval af búnaði sem við bjóðum upp á. Teymið okkar hefur unnið sleitulaust að frábærum lausnum sem einfalda þér lífið og gera innkaupin að barnaleik.

 

Með því að sinna viðskiptum rafrænt er hægt að minnka yfirbyggingu og straumlínulaga ferla. Þetta skilar sér í hraðari afgreiðslu og lægra verði. Verslunin er alltaf opin og vörur eru sendar heim að dyrum, þér að kostnaðarlausu. Af hverju að heimsækja búðina þegar búðin getur heimsótt þig? 

 

Nýja leitarvélin gerir þér kleift að finna hverja af þeim rúmlega 800 vörum sem í úrvalinu okkar eru á augabragði. Hvort sem þig vantar nýja glæsilega fartölvu eða breytistykki fyrir snúruna; leitin uppi í hægra horninu finnur það fyrir þig.

 

Ertu ekki viss um hvaða vara hentar þér? Notaðu samanburðartólið og berðu vörur saman og sjáðu á þægilegan hátt hvaða vara fer þér best. Smelltu einfaldlega á „Setja í samanburð“ við þær vörur sem þú hefur áhuga á og sjáðu hvaða vara hentar best.

 

Með síum í vörulistum er nú hægt að velja hvað netverslun sýnir hverju sinni. Viltu bara sjá tölvur með snertiskjá? Ekkert mál. Viltu bara sjá þráðlausar mýs? Reddum því. Prufaðu síuna vinstra megin á vörusíðunum og finndu það sem hentar þér.

 

Óskalistar eru frábær leið til að halda utan um endurtekin kaup. Ertu oft að kaupa sömu vörurnar fyrir tiltekin verkefni innan fyrirtækisins? Veistu að þegar þú kaupir tiltekna tölvu, þá þarftu alltaf vissa tösku með henni? Með einum smelli getur þú bætt vörum á óskalista sem vefverslunin geymir. Þannig er hægt að sinna endurteknum kaupum með einföldum og fljótlegum hætti.

 

Við gerðum miklar kröfur til nýju vefverslunarinnar okkar og vonum að hún nýtist þér vel í framtíðinni. Við hlökkum til að veita þér frábæra þjónustu og hvetjum þig til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.  

 

 

 

Advania ehf.

Guðrúnartúni 10, 105 Reykjavík

  • Kennitala: 590269-7199
  • VSK-númer: 10487
  • Sími: 440 9000

 

Frekari upplýsingar um Advania

Viðskiptaskilmálar Advania

Algengar spurningar