Dell Precision M5530

Þynnsta, léttasta og minnsta 15“ vinnustöð í heimi hefur aldrei verið jafn öflug. Þeir sem gera kröfur vita að þegar unnið er í þungum verkefnum, dugir ekkert annað en Precision. Upplifðu raunveruleg afköst í fallegri umgjörð með Dell Precision M5530. Taktu vinnuna með þér hvert sem er því vélin er hönnuð til að vera létt, meðfærileg en umfram allt sterkbyggð og stenst til dæmis MIL-STD-810G staðalinn.

Image for Dell Precision M5530
Image for Allir stilltir

Allir stilltir

Dell Precision Optimizer stillir vélina nákvæmlega eftir þörfum og sér til þess að notandinn þurfi ekki að eyða verðmætum tíma í uppsetningu. Forritið hefur verið sett upp af sérfræðingum Dell og styður öll helstu forrit sem notuð eru af fagfólki. Þannig sparast ekki einungis tími, heldur er frammistaða forrita aukin til muna. Allt að 121 prósent!

Skjárinn skiptir ölluNýjasta kynslóð 15,6“ InfinityEdge skjásins með PremierColor skila fullkominni mynd með frábærum litastuðningi, allt að 4K upplausn og möguleika á snertivirkni. Með nýjustu tækni hefur orkunýtingin verið bætt til muna og með nánast engum römmum er öllu komið fyrir í 14“ skel.

Image for Skjárinn skiptir öllu