Dell Precision hefur verið bakbeinið í vinnu margra verkfræðinga, arkitekta og hönnuð í rúm 25 ár. Nýjasta línan kemur með Ultra flögunni frá Intel sem býr yfir; örgjörva (CPU), skjástýringu (GPU), vél sem vinnur með tauganet (NPU) og síðast ekki en síst: gervigreindarvél (xPU). Með því að byggja gervigreindarvirkni beint á flöguna, er ekki bara hægt að létta álaginu af öðrum hlutum kerfisins, heldur opna á ótal nýja möguleika í vinnu.
Dell Precision er fremsta tegund vinnustöðva í heimi samkvæmt IDC. Enda er línan hönnuð fyrir mjög þunga vinnslu sem aðrar vélar ráða hreinlega ekki við. Hefðbundin verkefni Dell Precision hafa lengi verið allt frá uppbyggingu þrívíddarmódela í hönnun bygginga, til bíómyndagerðar, úrvinnslu gagna og margt margt fleira. Með tilkomu nýrrar tækni hefur annað verkefni bæst við listann: uppbygging og vinnsla gervigreindar.
Taktu vinnuflæðið á næsta stig með því að para saman snjöllustu og öruggustu vinnustöð í heimi, næstu kynslóð AI örgjörva og skjákorta frá NVIDIA. Veldu stærð vinnsluminnis og geymslumiðils eftir þínum þörfum. Nýjasta tækni í hitastýringu sér svo til þess að allt haldist lengur á fullum afköstum.
Dell Precision eru stöðugt prófaðar fyrir vinnu og eru ISV vottaðar fyrir flest þau forrit sem fagfólk notar. RMT tækni minnkar áhættu á minnistengdnum villum, og RAID áhættuna á að gögn tapist. Allar Precision fartölvur eru svo með MIL styrktarstaðal sem tryggir að þær þola dagsins amstur.
Ofan á allt þetta veitir Advania þriggja ára ábyrgð á tölvunni, disknum og jafnvel rafhlöðunni.
Dell Technologies er einn stærsti framleiðandi tölvubúnaðar í heiminum. Advania hefur verið samstarfsaðili Dell í nokkra áratugi og sér um sölu og þjónustu á vél- og hugbúnaði.