Þegar aðeins það besta dugir

Það er góð ástæða fyrir því að DELL Precision er stærsta merkið í vinnustöðvum í heiminum í dag.*

Þær eru öflugar, áreiðanlegar og hægt er að sérsníða vélarnar að þörfum hvers og eins.

Sjáðu úrvalið af DELL Precision hjá Advania og finndu vinnustöð sem hentar þínum verkefnum.

*IDC Worldwide Workstation Tracker

Image for Þegar aðeins það besta dugir
Image for Precision Turnar

Precision Turnar

Precision turnarnir eru löngu búnar að sanna sig sem hornsteinninn í ótalmörgum geirum. Línan hefur ótrúlega breidd en allar eiga vélarnar það sameiginlegt að vera byggðar með þunga vinnslu í huga. Þannig eru þær allar með örgjörvum, skjákortum og öðru sem sérstaklega er hannað til að takast á við hluti sem venjulegar tölvur ráða ekki við.

Precision Fartölvur

Precision fartölvur eru til í þremur útgáfum. Öfluga og skalanlega 3000 línu, 5000 línu sem er minnsta 15" vinnustöð í heimi og loks 7000 línu sem býður upp á mikið afl og uppfærslumöguleika. Upplifðu raunveruleg afköst í fallegri umgjörð með Dell Precision fartölvum.

Image for Precision Fartölvur

Drifið af DELL

DELL Precision hefur komið við sögu í ótrúlegustu verkefnum. Undir myllumerkinu #doneonaDell hefur tekist að safna mörgum saman en listinn er auðvitað of langur til að birta á einum stað.

Hér er brotabrot af þeim verkefnunum sem hafa treyst á DELL Precision upp á síðkastið:  • Hönnun á strigaskóm hjá Nike.
  • Tæknibrellur í ótal kvikmynda og sjónvarpsþátta. Til að mynda Game of Thrones.
  • Hönnun á bílum - núna síðast E-Pace rafmagnsbílnum frá Jaguar.
  • Boeing notar Precision til að fullkomna hannanirnar á flugvélum sínum.
  • Til að keyra sýndarveruleika sem mun umbylta skurðaðgerðum.
  • Skipahermar í Noregi sem þjálfa skipstjóra.
  • Til að teikna upp heila olíuborpalla áður en þeir eru smíðaðir og settir á sjó.
Image for Drifið af DELL
Image for Vottaðar í verkefnin

Vottaðar í verkefnin

DELL Precision eru sérstaklega ISV vottaðar af framleiðendum helstu vinnu- og margmiðlunarforrita. Fyrirtækin vinna saman við þróun vél- og hugbúnaðar til að tryggja að Precision vinni áreynslulaust með þeim forritum sem atvinnufólk velur.


DELL Precision Optimizer

Ef þú ert að nota DELL Precision vél er algjör skylda að nota Precision Optimizer. Optimizer stillir vélina sjálfvirkt eftir kröfum notandans með einum smelli. Þannig skynjar forritið til dæmis að notandinn er að vinna í Photoshop og stillir vinnsluminni, skjástýringu og annað eftir þörfum. Þannig sparast ekki einungis tími, heldur er frammistaða forrita aukin til muna. Allt að 121 prósent!

Forritið fylgist einnig með að allir reklar séu uppfærðir svo forrit skili hámarks afköstum og áreiðanleika. Í Pro útgáfu Optimizer geta UT deildir fyrirtækja einnig fjarstýrt vélum og séð til þess að þær skili þeim afköstum sem kröfur eru gerðar um.

Image for DELL Precision Optimizer
Image for Bestu skjáirnir fyrir bestu vélarnar

Bestu skjáirnir fyrir bestu vélarnar

DELL UltraSharp skjáirnir eru sérstaklega hannaðir fyrir kröfuhörð umhverfi. Þess vegna passa þeir einstaklega vel með DELL Precision tölvum. Þeir eru til í öllum stærðum og gerðum, en eiga það allir sameiginlegt að skila fullkominni mynd í hámarks gæðum.

Sérsniðnar lausnir

Heyrðu í okkur varðandi sérpantanir á DELL Precision fyrir hvaða aðstæður sem er. Vélarnar eru til í ótal útgáfum og sérfræðingar okkar hafa 20 ára reynslu af því að finna réttu vélina fyrir rétta verkefnið.
​​