Póstvarnir

Flestar óværur í dag eiga rætur sínar að rekja til tölvupóstsendinga. Ruslpóstur hefur tekið miklum stakkaskiptum og eru vefveiðar orðnar mjög trúverðugar og eru í dag farnar að berast á góðri íslensku.

Þumalputtareglan er að opna aldrei póst eða hlekki sem líta einkennilega út. Farðu vel yfir tölvupóstfangið sem pósturinn er sendur úr - er hann örugglega frá þeim sem hann segist vera?

Image for Póstvarnir
Image for Marglaga auðkenningar

Marglaga auðkenningar

Með sífjölgandi vefþjónustum og kerfum sem starfsmenn þurfa að skrá sig inn í verður sífellt erfiðara fyrir fólk að halda utanum mismunandi lykilorð. Hættara verður við því að sama lykilorð sé notað í öll kerfi þannig að leki eða tölvuárás á einn þjónustuaðila getur leitt af sér að óprúttnir aðilar komist yfir aðgangsorð sem notuð eru á margar ólíkar þjónustur, þar á meðal gætu verið þjónustur vinnuveitanda eins og t.d. Office 365. Einfalt er að auka öryggi til muna með marglaga auðkenningum, Advania hefur uppá að bjóða þekkingu á innleiðingum á mörgum tegundum lausna til auðkenninga.

Stjórnendasvik

Sú tegund árása sem hefur verið að sækja hvað mest á undanfarið eru stjórnendasvik, einnig kallað CEO fraud, Business Email Compromise eða fyrirmælafölsun. Hér er ráðist til atlögu að starfsmönnum eftir að búið er að kanna bakgrunn fyrirtækis vel og leggja mikið á sig til að falsa trúverðug fyrirmæli í nafni stjórnenda.

Image for Stjórnendasvik
Image for Trend Micro - fyrir heimilið og heimaskrifstofuna

Trend Micro - fyrir heimilið og heimaskrifstofuna

Trend Micro Maximum Security veitir alhliða vörn gegn vírusum, gagnagíslingu, hættulegum síðum, kennisstuldi og fleiru á tölvum jafnt sem snjalltækjum.Advania Xgen – Heildaröryggisvörn án flækjustigs

XGen öryggissvítan er svokölluð Security as a Service þjónusta ( SaaS ) sem er hönnuð til þess að verja notendur fyrir fjölbreyttum árásum á mismunandi miðlum, hvort heldur sem það er á útstöð, símtæki, skýjaþjónustum eða tölvupósti.

Image for Advania Xgen – Heildaröryggisvörn án flækjustigs
Image for Hvað þarf að hafa í huga?

Hvað þarf að hafa í huga?

Advania býður upp á fjölmargar netöryggislausnir. Sjáðu dæmi um þær og fleiri hluti sem hafa þarf í huga varðandi netöryggi.