Plast í hafi er gríðarlegt vandamál

Talið er að allt að 86 milljón tonn af plasti fljóti um höfin. Plastagnir brotna niður í smærri og smærri einingar og er gert ráð fyrir að þær séu nú rúmar 5 milljarðar. Þar sem plast brotnar í raun aldrei alveg niður verður það að ögnum sem dýralífið gleypir. Þessar agnir skila sér svo upp fæðukeðjuna og enda í mannfólki. 8 milljón tonn af plasti rata í sjóinn á hverju ári og sérfræðingar telja að ef ekkert verður að gert, verður meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050.

Mynd: Business Insider

Image for Plast í hafi er gríðarlegt vandamál
Image for Dell snýr vörn í sókn

Dell snýr vörn í sókn

Dell hefur tekið ákvörðum um að leggja sitt af mörkum til að hreinsa höfin. Markmiðið er að hafið sé ekki síðasta stopp plasts, heldur sé hægt að endurnýta það svo til endalaust. Þetta er hluti af stærra verkefni Dell sem þeir kallar á móðurmálinu „Closed-loop recycling“. Allar pakkningar og framleiðsla skulu vera endurnýtanlegar eða algjörlega niðurbrjótanlegar. Náttúran á ekki að taka við neinum úrgangi. Þetta er auðvitað risavaxið verkefni sem kostaði gífurlega peninga í upphafi en Dell hafa sýnt fram á, að framtíðarsýn sem þessi er ein besta fjárfestingin sem fyrirtæki geta lagt í.

Plast verður að auðlind

Plasti er safnað úr hafi, fjörum og ám. Það er sent til hreinsunar og það plast sem ekki hentar til vinnslunnar er sent í aðra endurvinnslu. Að lokum blandar Dell plastinu saman við annað endurunnið plast og býr til pakkningar sem fartölvur eru sendar í um allan heim. Með þessu sparast ekki bara orka og peningar, heldur losnar hafið við 73 tonn af plasti til ársins 2025. Það munar um minna.

Image for Plast verður að auðlind

 

 

Creating the legacy of Good

Umhverfisvernd er einungis einn armur af risastóru og metnaðarfullu verkefni sem ber yfirheitið „Creating the legacy of Good“. Dell eru búnir að setja sér metnaðarfull markmið til ársins 2020 sem snúa að því hvernig þeir geta gert heiminn að betri stað. Verkefnin eru ótal mörg en meðal þeirra eru

  • Endurnýting tölvuíhluta (m.a til skartgripagerðar)
  • Ábyrg öflun efna úr jörðu
  • Góð skilyrði starfsfólks í verksmiðjum
  • Hjálpa til við baráttuna við krabbameini í börnum
  • Nota tæknina til að aðstoða milljónir barna í námi
Image for Creating the legacy of Good

Sjáðu stöðu mála

 

Við erum gríðarlega stolt af því að vinna með birgjum eins og Dell sem leggja sitt af mörkum til að gera heiminn betri. Við mælum sérstaklega með vefsíðu Dell þar sem þeir lista upp öll þessi verkefni og gefa nákvæma skýrslur um hvernig þau ganga.  

Creating the legacy of Good