Image for Lausnir fyrir alla

Lausnir fyrir alla

Með OptiPlex línunni hefur Dell einsett sér að skapa lausnir sem henta í sem flestar aðstæður. Vélarnar eru til í ótal útgáfum og í mörgum stærðum sem endurspeglast í vinsældum vélanna. Ekki síst á Íslandi. Þær hafa aldrei verið öflugri, núna með áttundu útgáfu Intel örgjörva. Útgáfurnar eru

 • Turn (MT)
 • Borðvél (SFF)
 • Micro
 • All in One

 


Turnvélar

Þó OptiPlex línan sé orðin gríðarlega viðamikil stendur gamli góði turninn alltaf fyrir sínu. OptiPlex turnvélar koma í hefðbundinni stærð og svokölluðum Small Form Factor (SFF). Báðar útgáfur eru hannaðar til að skila miklum krafti af öryggi og vera mikið uppfæranlegar. Í raun svo uppfæranlegar að ekki þarf verkfæri til að skipta um og bæta við íhlutum. Þetta eru því augljóst val fyrir þá sem gera kröfur og vilja að vélin geti vaxið með aðstæðunum.

Image for Turnvélar

 


Image for Micro

Micro

Stærsta þróunin í heimi OptiPlex er uppgangur Micro véla. Framþróun í tækni þýðir að ekki þarf lengur að fórna krafti til að fá minni vélar. Eðlilega verða vélar sem komast betur fyrir, ávallt vinsælli. Til að auka notagildið enn frekar, eru til festingar fyrir vélarnar sem gerir notandanum kleift að koma vélunum fyrir.

 


All in One

OptiPlex All in One er frábær vél þar sem skjárinn er innbyggður í vélinni. Þetta gerir vélina að frábærri lausn fyrir aðstæður þar sem uppsetning þarf að vera sem einföldust. Til að mynda í móttöku fyrirtækja, matsölum eða verslunum. All in One er með innbyggðum hátölurum, vefmyndavél og hægt að fá hana með snertiskjá. Þarna er því sannarlega á ferð „all in one“ lausn.


Image for All in One

 


Réttar festingar fyrir réttar aðstæður

 • Einfaldur borðstandur tryggir gott aðgengi að vélinni á snyrtilegan hátt
 • Skjástandur með innbyggðri festingu fyrir tölvu hámarkar pláss og einfaldar uppsetningu
 • VESA festing opnar möguleikan á því að festa tölvuna t.d undir borð og aftan á skjái
 • Sérstök festing aftan á Dell fundaskjái umbreytir Micro vél í risastóra All-in-One tölvu
Image for Réttar festingar fyrir réttar aðstæður

 


Image for Með öruggustu vinnuvélum í heimi

Með öruggustu vinnuvélum í heimi

Öryggi verður ávallt æ stærri hluti af rekstri fyrirtækja. Þetta vita Dell og þess vegna eru OptiPlex einu öruggustu vinnuvélarnar sem völ er á. Áskoranirnar eru margar og lausnirnar því gríðarlega viðamiklar. Dæmi um lausnir eru

 • Dell Endpoint Security Suite Enterprise
 • Dell Threat Defense
 • RSA NetWitness Endpoint
 • Dell Encryption Enterprise
 • MozyEnterprise Cloud Backup
 • VMware AirWatch
 • Absolute Data & Device


Fáðu ráðgjöf varðandi Dell OptiPlex

Vinsamlega fyllið inn í reitina hér fyrir neðan

Vinsælar vörur

Image for