Image for Nýskráning heppnaðist!

Nýskráning heppnaðist!

Velkominn/n í vefverslun Advania. Við erum í skýunum með gripinn, enda er verslunin sérstaklega gott tól til að skoða vöruúrvalið okkar og klára innkaupin á skotstundu. Hún sýnir lifandi birgðastöðu og kjör ásamt því að gera notandanum kleift að leita að vörum á einfaldan hátt, bera þær saman og vista á óskalista. Allar vörur eru svo að sjálfsögðu senda frítt á leiðarenda.

Vefverslunin er einnig stútfull af skemmtilegum fróðleik. Við höfum til að mynda tekið nokkur vinsæl hlutverk og parað saman við búnað við hæfi. Hvort sem það er fundaherbergið eða sá sem er mikið í tölvuleikjum. Þannig vonumst við til að einfalda enn frekar leitina að réttu vörunni. Auk þess birtum við mjög reglulega blogg og annað skemmtilegt efni um það sem er að gerast í heimi tækni og nýjunga. Ný vefverslun Advania er því ekki bara gagnlegt verkfæri, heldur líka skemmtilegur vettvangur sem gaman er að kíkja reglulega á.

Image for