Flottari, fljótari, fyrirferðaminni

Tölvurnar í Inspiron línu Dell eru hugsaðar fyrir heimili og hafa til að mynda verið gríðarlega vinsæl meðal námsmanna. Nú hefur línan verið endurnýjuð og aldrei verið glæsilegri.

 • Tíunda kynslóð Intel örgjörva
 • Ný glæsileg hönnun
 • Ný tegund snjall-kælingar
Image for Flottari, fljótari, fyrirferðaminniImage for Allt sameinað á einum skjá

Allt sameinað á einum skjá

Dell Inspiron styður Dell Mobile Connect. Forrit sem gerir þér kleift að tengja farsímann þinn á auðveldan hátt við tölvuna. Engar snúrur, ekkert vesen - bara síminn þinn í tölvunni.

 • Taktu símtöl og svaraðu skilaboðum í tölvunni
 • Speglaðu Android síma í tölvunni og notaðu öppin
 • Fluttu myndir og aðrar skrár á auðveldan háttÞitt er valið

Inspiron kemur í tveimur stærðum sem bjóða upp á mismunandi möguleika. Því er auðvelt að finna vél sem hentar þér best.

 • 14 eða 15 tommu skjástærð
 • Intel skjástýring eða NVIDIA MX250 skjákort
 • 256 eða 512GB SSD geymsla
Image for Þitt er valið
Image for Heimabíó í fanginu

Heimabíó í fanginu

Dell Cinema tekur glápið á næsta stig. Lausnir í mynd, hljóð og streymi gera upplifunina ólíka því sem sést hefur áður og það að horfa á uppáhalds efnið sitt verður að algjörri unun.

 • CinemaColor sýnir þér litina eins og áður fyrr. Njóttu HDR efnis eins og aldrei áður á fartölvuskjá
 • CinemaSound skilar tærari tóni og Waves MaxxAudio Pro hljóðkortið hækkar hljóðstyrkinn
 • CinemaStream sér til þess að bandvíddin fari þangað sem þörf er á og hraðar streymi

Tengi og raufar

 • 1. Micro SD kortarauf
 • 2. Hljóðnema og heyrnatólatengi
 • 3. USB 2.0
 • 4. Tölvulás
 • 5. Hleðslutengi
 • 6. HDMI 1.4b
 • 7. USB 3.1
 • 8. USB 3.1
 • 9. USB-C með DP og hleðslu stuðningi
Image for Tengi og raufar