Síaukin fjöldi fyrirtækja verða fyrir barðinu á óprúttnum aðilum á ári hverju með árásum í gegnum ruslpóst, malware, vírusa, phising og sérsniðinna árása sem eru hannaðar til þess að komast í gegnum hefðbundnar vírusvarnir.
Trend Micro XGen varnir kosta frá 3.800 m/vsk fyrir 10 tölvur á mánuði.
Xgen öryggissvítan er svokölluð Security as a Service þjónusta ( SaaS ) sem er hönnuð til þess að verja notendur fyrir fjölbreyttum árásum á mismunandi miðlum, hvort heldur sem það er á útstöð, símtæki, skýjaþjónustum eða tölvupósti.
Til að spara tíma og peninga er vörnin hýst og rekin af Trend Micro og inniheldur þrjár varnir, Worry Free Service útstöðvavörn, Cloud App Security fyrir Office 365 umhverfi og Hosted Email Security fyrir póst hvort heldur sem er í skýinu hjá Microsoft eða á eigin Exchange þjónum.
Varnirnar eru uppsettar í öryggisskýi Trend Micro þar sem þeir sjá um allan undirliggjandi vélbúnað, hugbúnað og uppfærslur til að halda vörnunum ávalt uppfærðum, plástruðum og með nægt vélarafl til að sinna sínu verki.
Innleiðing varnanna er því gríðarlega fljótleg og hægt að koma upp víðtækum vörnun á örfáum klukkutímum.
Umsýslukerfið er að sama skapi einfalt í notkun og notandavænt fyrir kerfisstjóra og starfsmenn.
XGen er ódýr og einföld vörn, framleidd af leiðandi aðila í öryggisvörnum sem veitir smærri fyrirtækjum aðgengi að vörnum sem vanalega hafa bara verið á færi stórra fyrirtækja að halda í rekstri hjá sér.
Xgen öryggissvítan frá Trend Micro er einföld á yfirborðinu en undirliggjandi er fjöldinn allur af mismunandi lausnum til að stöðva óværur og óprúttna aðila áður en þeir ná að sýkja notandann.
Hvort sem það eru hafðbundnir vírusar eða tilraunir til gagnagíslinga, stjórnendasvika eða gagnaleka þá tekur vörnin á því öllu á einfaldan notendavænan máta þar sem að rétt tækni er notuð á réttum stað.
Engu máli skiptir hvort að varin búnaður sé innan eða utan vinnustaðar, vörnin virkar hvar og hvenær sem er.
Advania hefur að skipta teymis sérfræðinga sem hafa mikla reynslu í því að innleiða öryggisvarnir og skila þeim til kerfisstjóra í rekstur, eða taka það alfarið að sér að sinna öryggismálum.
Við hvetjum þig til að heyra í sérfræðingum okkar og fá ráðgjöf varðandi Advania XGen