Image for Netöryggi og lausnir

Netöryggi og lausnir

Þegar kemur að öryggismálum í dag er að mörgu að huga. Umhverfið orðið flóknara með árunum og sífellt aukast mögulegir snertifletir fyrir óprúttna aðila að ráðast til atlögu gegn fyrirtækjum og einstaklingum með von um skjótfenginn gróða.

Umhverfið breytist í sífellu og og áhætturnar með. Til að sporna við öllum tegundum áhættu er nauðsynlegt að bregðast við á öllum vígstöðvum. Advania býður upp á lausnir í öllum stærðum og gerðum sem veitir vörn í öllum hornum og á öllum stigum.

Fáðu ráðgjöf

Advania hefur að skipta teymis sérfræðinga sem hafa mikla reynslu í því að innleiða öryggisvarnir og skila þeim til kerfisstjóra í rekstur, eða taka það alfarið að sér að sinna öryggismálum.

Við hvetjum þig til að heyra í sérfræðingum okkar og fá ráðgjöf varðandi öryggislausnir.

Image for Fáðu ráðgjöf

Stjórnendasvik

Sú tegund árása sem hefur verið að sækja hvað mest á undanfarið eru stjórnendasvik, einnig kallað CEO fraud, Business Email Compromise eða fyrirmælafölsun. Hér er ráðist til atlögu að starfsmönnum eftir að búið er að kanna bakgrunn fyrirtækis vel og leggja mikið á sig til að falsa trúverðug fyrirmæli í nafni stjórnenda.

Image for Stjórnendasvik
Image for Veföryggi

Veföryggi

Það að smella óvart á sýktan hlekk eða fara í góðri trú á vefslóð sem hefur lent í sýkingu getur haft afdrifaríkar afleiðingar, fórnarlömb geta lent í vírussmiti, orðið partur af botneti eða tapað viðkvæmum gögnum svo eitthvað sé nefnt. Í dag er það sífelt að færast í aukana að lögmæt vefsvæði lenda í því að hýsa óværur án þess að vita af því.


Marglaga auðkenningar

Með sífjölgandi vefþjónustum og kerfum sem starfsmenn þurfa að skrá sig inn í verður sífellt erfiðara fyrir fólk að halda utanum mismunandi lykilorð. Hættara verður við því að sama lykilorð sé notað í öll kerfi þannig að leki eða tölvuárás á einn þjónustuaðila getur leitt af sér að óprúttnir aðilar komist yfir aðgangsorð sem notuð eru á margar ólíkar þjónustur, þar á meðal gætu verið þjónustur vinnuveitanda eins og t.d. Office 365. Einfalt er að auka öryggi til muna með marglaga auðkenningum, Advania hefur uppá að bjóða þekkingu á innleiðingum á mörgum tegundum lausna til auðkenninga.

Image for Marglaga auðkenningar
Image for Dulkóðun gagna

Dulkóðun gagna

Notendur eru mikið á ferðinni í dag og þar með eru gögn fyrirtækisins einnig komin á ferð og flug. Snjallsími eða fartölvu sem gleymist á glámbekk getur innihaldi mikið magn af trúnaðarupplýsingum sem ekki eru ætlaðar til almennrar dreifingar. Auðvelt er að takmarka áhættuna við það að tapa tækjum með því að setja viðeigandi dulkóðunarlausn upp á búnaðinum sem gerir þá þeim sem finnur tækið ógerlegt að fara í gegnum þau gögn sem eru á tækinu.

Veikleikar og plástranir

Sífelt eru að finnast öryggisglufur og veiklar í stýrikerfum og hugbúnaði sem að geta auðveldað óprúttnum aðilum aðgengi að kerfum viðskiptavina. Árið 2017 fundust yfir 20.000 veikleikar í hinum ýmsu kerfum þar sem að um helming þeirra var hægt að misnota yfir internetið en talið er að allt að 85% af árásum nýti sér þekkta veikleika. Að finna hvort að þessir veikleikar séu til staðar í eigin kerfi og að plástra fyrir þeim er mikil vinna án réttra tóla og þekkingar. Advania hefur um árabil sinnt veikleikaskönnunum, komið upp kerfum til plástrunar og haft umsjón með reglubundnum veikleikaskönnunum og framvindufundum þeim tengdum.

Image for Veikleikar og plástranir
Image for Gagnagísling

Gagnagísling

Gagnagísling eða Ransomware hefur verið nokkuð áberandi sökum þess hversu lamandi áhrif slíkar sýkingar hafa á fórnarlömb þessháttar árásar. Gögn viðkomandi starfsmanns eða á þjónum fyrirtækja dulkóðast og verða óaðgengileg nema lausnargjald sé greitt til árásaraðilans. Hafi varnir ekki verið til staðar og ekki góð afrit af gögnum geta slíkar sýkingar verið mjög slæmar og valdið umtalsverðum rekstrartruflunum. Endurheimt getur kostað háar fjárhæðir ef það á að greiða lausnargjald ásamt því að ekki er víst að gögn afkóðist þrátt fyrir greiðslu.

Póstvarnir

Flestar óværur í dag eiga rætur sínar að rekja til tölvupóstsendinga. Ruslpóstur hefur tekið miklum stakkaskiptum og eru vefveiðar orðnar mjög trúverðugar og eru í dag farnar að berast á góðri íslensku.

Þumalputtareglan er að opna aldrei póst eða hlekki sem líta einkennilega út. Farðu vel yfir tölvupóstfangið sem pósturinn er sendur úr - er hann örugglega frá þeim sem hann segist vera?

Image for Póstvarnir

Advania Xgen – Heildaröryggisvörn án flækjustigs

XGen öryggissvítan er svokölluð Security as a Service þjónusta ( SaaS ) sem er hönnuð til þess að verja notendur fyrir fjölbreyttum árásum á mismunandi miðlum, hvort heldur sem það er á útstöð, símtæki, skýjaþjónustum eða tölvupósti.

Image for Advania Xgen – Heildaröryggisvörn án flækjustigs
Image for Trend Micro - fyrir heimilið og heimaskrifstofuna

Trend Micro - fyrir heimilið og heimaskrifstofuna

Trend Micro Maximum Security veitir alhliða vörn gegn vírusum, gagnagíslingu, hættulegum síðum, kennisstuldi og fleiru á tölvum jafnt sem snjalltækjum.Fáðu ráðgjöf

Advania hefur að skipta teymis sérfræðinga sem hafa mikla reynslu í því að innleiða öryggisvarnir og skila þeim til kerfisstjóra í rekstur, eða taka það alfarið að sér að sinna öryggismálum.

Við hvetjum þig til að heyra í sérfræðingum okkar og fá ráðgjöf varðandi öryggislausnir.

Image for Fáðu ráðgjöf