Þessar splunkunýju flögur frá Intel búa yfir; örgjörva (CPU), skjástýringu (GPU), vél sem vinnur með tauganet (NPU) og síðast ekki en síst: gervigreindarvél (xPU). Með því að byggja gervigreindarvirkni beint á flöguna, er ekki bara hægt að létta álaginu af öðrum hlutum kerfisins, heldur opna á ótal nýja möguleika í vinnu.
7000 línan er fyrir þau sem gera kröfur til vinnuvéla. Þær eru fáanlegar bæði í hefðbundnu formi úr áli, en einnig í hinni ótrúlegu Ultralight útgáfu sem smíðuð er úr magnesíum. Allar vélar eru búnar nýjustu tækni, þar á meðal ComfortView+ blágeislavörn, nýrri tegund orkusparandi lyklaborðs og auðvitað, Intel Ultra örgjörvum.
5000 línan heldur áfram að vera traustasti þjónninn fyrir fyrirtæki af öllum stærðum. Þó þessar vélar breytist lítið í útliti, koma margar tegundir einnig með nýju Ultra örgjörvunum. Þetta er því prýðileg og hagkvæm leið til að komast inn í heim gervigreindar í PC vélum.
Það er erfitt að gera betri kaup en þau sem bjóðast í Latitude 3000. Frábærir útfærslumöguleikar í hagkvæmasta pakkanum.
Dell Technologies er einn stærsti framleiðandi tölvubúnaðar í heiminum. Advania hefur verið samstarfsaðili Dell í nokkra áratugi og sér um sölu og þjónustu á vél- og hugbúnaði.