Ein vinsælasta fyrirtækjalína í heimi

Dell Latitude hefur fyrir löngu sannað sig sem ein heimsins besta fartölvulínan fyrir fyrirtæki. Þær eru traustar, öruggar, öflugar og til í ótal útgáfum. Vélarnar eru hannaðar með vinnuumhverfi í huga, stútfullar af öryggistöðlum og tengimöguleikum. Að auki er sérstaklega auðvelt fyrir UT deildir að miðstýra vélunum með hjálp Dell Command Suite og Windows 10 Pro.

Image for Ein vinsælasta fyrirtækjalína í heimi
Image for 7000 línan

7000 línan

Vinsælust er 7000 línan. Hún er smíðuð úr yfirburða efnum, er virkilega meðfærileg en jafnframt öflug og örugg. Með aukinni fjarvinnu gera fyrirtæki ávallt meiri kröfu til þess að tölvur séu þunnar og meðfærilegar án þess að neitt sé gefið eftir í afli og rafhlöðuendingu. Þarna kemur Latitude 7000 sterk inn sem sýnir sig best í vinsældum þessarar frábæru fartölvulínu.

5000 línan

Fyrir hefðbundna skrifstofuvinnu svíkur 5000 línan engan. Þær eru hagkvæmar, sterkar og með mikla tengimöguleika. Vélarnar koma í mörgum stærðum og gerðum, allt frá hefðbundinni 12“ vél, til stórglæsilegrar 2-in-1 útgáfu sem má einnig nota sem spjaldtölvu.


Image for 5000 línan
Image for 2-in-1

2-in-1

Í vinnuumhverfi eru kostir 2-in-1 véla óumdeildir. Skrifstofan er sífellt minna bundin við einn stað og margir starfsmenn geta unnið nánast hvar sem er. Því skiptir máli að vélin geti komið með hvert sem er og að þægilegt sé að vinna á hana. Æ fleiri fyrirtæki sjá kosti þess að bæta 2-in-1 vélum í flóruna og hjá Advania hafa þær verið sérstaklega vinsælar.

Ein öruggasta tölvulína í heimi

Öryggi skiptir öllu máli í Latitude. Dell gerir sér grein fyrir að oft eru viðkvæmar upplýsingar í endabúnaði starfsmanna og þess vegna eru gögn vernduð með margskonar líffræðilegum auðkenningum, dulkóðunum og hugbúnaði. Vélunum fylgir aragrúi af lausnum sem Dell hefur hannað sérstaklega til að gera Latitude að einni öruggustu fyrirtækjalínu í heimi.

Image for Ein öruggasta tölvulína í heimi
Image for Rugged Extreme

Rugged Extreme

Latitude Rugged Extreme eru engar venjulegar fartölvur. Línan var upprunalega hönnuð fyrir Bandaríska herinn – ætluð til notkunar á svæðum þar sem hefðbundnar vélar yrðu að dufti. Þær eru högg- vatns- og sandheldar, ásamt því að þola mjög hátt og lágt hitastig. Skjárinn er sérstaklega hannaður til að nota utandyra, bæði í mikilli birtu og algjöru myrkri. Meira að segja baklýsta lyklaborðið getur skipt um lit ef þú skyldir vilja láta lítið fara fyrir þér.

Fáðu ráðgjöf

Sérfræðingar Advania hafa áratuga reynslu af því að selja fyrirtækjum Dell Latitude – hafðu samband og við hjálpum til við að finna hvaða búnaður hentar þínu fyrirtæki best.