Í maí 2025 einfölduðum við afslætti og kjör á notendabúnaði. Með þessum aðgerðum viljum við auka gagnsæi og lækka almennt vöruverð. Verð er lækkað í öllum vöruflokkum og á sama tíma breytast afsláttaflokkar. Flokkunum er fækkað og afslættir í þeim lækkaðir. Afslættir eru aldrei lækkaðir þó meira en sem nemur verðlækkun. Þetta þýðir að kjör allra viðskiptavina eru þau sömu, eða verða jafnvel betri.
Innskráning og nýskráning fer fram með rafrænum skilríkjum. Persónulegur aðgangur stofnast á alla notendur við innskráningu, og hann svo tengdur við fyrirtæki fyrir innkaup á þeirra kennitölu í nýskráningarferlinu. Ef búið er að tengja persónulega aðganginn þinn við fyrirtækið, getur þú skipt yfir á það með því að smella á nafnið þitt uppi í hægra horninu og Skipta um aðgang.
Ef fyrirtækið sem þú hefur heimild til að kaupa fyrir birtist ekki á listanum yfir þína aðganga eftir að þú skráðir þig inn, þarftu að sækja um:
- Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
- Smelltu á Mínar síður undir nafninu þínu í hægra horninu
- Veldu Fyrirtæki
- Veldu Sækja um og settu inn kennitölu fyrirtækisins
Hvert fyrirtæki hefur einn eða fleiri Admin aðganga í vefverslun. Þessir ofurnotendur geta bætt við og fjarlægt notendur á Mínum síðum og hafa aðgang að reikningum fyrirtækisins. Að auki geta þeir útbúið innkaupalista sem hægt er að deila með öðrum notendum fyrirtækis síns.
Ofurnotendur geta bætt nýjum notendum í vefverslun með því að fara á mínar síður - notendur - bæta við notanda.
Sæktu um Admin aðgang á mínum síðum.
Kjör uppfærast sjálfkrafa við innskráningu á fyrirtækjaaðgangi. 2% auka afsláttur bætist við önnur kjör þegar verslað er í vefverslun (að útsöluvörum undaskildum). Fyrirtæki með þjónustusamning við Advania geta valið um standsetningu á búnaði í kaupferlinu – aldrei hefur verið jafn auðvelt að kaupa búnað og fá hann afhentan tilbúin til notkunar.