Forysta í vefmálum með vefstjórnun | LiSA vefumsjónarkerfi

Sigrún Eva Ármannsdóttir
440 9968

Einföld efnisumsýsla og ritstjórnarvinna með LiSA vefumsjónarkerfi

LiSA er íslenskt vefumsjónarkerfi. Nýjasta útgáfa kerfisins heitir LiSA live. Kerfið gerir alla efnisumsýslu og ritstjórnarvinnu einfalda en veitir einnig forriturum og kerfisstjórum aðgang að nauðsynlegum gögnum fyrir áframhaldandi þróun og rekstur kerfisins.

Völd í hendur vefstjóra

Vefumsjónarkerfið er útbúið með góðum ritli fyrir ritvinnslu og notendur geta breytt efni í ritstjórnarham með útlit vefsins fyrir augum. Virknieiningar er svo hægt að draga inn á síðurnar og móta þannig framsetningu efnisins að vild. 

Vefumsjónarkerfið LiSA

LiSA Live  er seld í almennri útgáfu með öllum helstu grunneiningum kerfisins, svo sem ritli, fréttakerfi, listahlut, video afspilunarkerfi, flipakerfi og myndagalleríi. Með kerfinu fylgir leyfi fyrir uppsetningu þriggja vefsvæða. 

Viðbótaeiningar

Til viðbótar er mögulegt að kaupa eftirfarandi einingar og eiginleika kerfisins:

 • Vefverslun
 • Forritunaraðgengi fyrir Lisa live
 • Bókunarkerfi
 • Sharepoint connector (tengir LiSA við SP)
 • Námsskeiðakerfi

Eiginleikar LiSA Live

 Neðangreindur listi gefur yfirsýn yfir það sem er innifalið í almennri útgáfu LiSA Live vefumsónarkerfisins:

 • veftré
 • fréttakerfi
 • mynda- og skráakerfi
 • myndameðhöndlun (proc)
 • síðuhlutakerfi
 • aðgangsstýringakerfi
 • síðuhlutir
 • skýrslugerð (kerfisupplýsingar)
 • póstlistakerfi
 • listahlutir (smíði forma og staðlað efni)
 • vefkannanir
 • vefþjónustur
 • námskeiðakerfi
 • video afspilun
 • video afspilun frá þriðja aðila
 • brauðmolaslóð
 • leit (Live eða kostuð Google leit)
 • athugasemdakerfi
 • myndasafn (gallerí)
 • tengt efni
 • XML import
 • ruslatunna til að endurheima efni
 • eldri útgáfur (möguleiki á að kalla fram eldri gerð)

Tuttugu og sex skjámyndir af LiSA Live

Fáðu innsýn í bakendavirkni nýja LiSA Live með því að fletta í gegnum skjámyndir af nýja kerfinu:

Mynd 1 af 28
01_forsida_kerfis.jpg (53057 bytes)
02_content_valmoguleikar.jpg (467736 bytes)
03_modules_valmoguleikar.jpg (270263 bytes)
04_layout_valmoguleikar.jpg (422705 bytes)
05_system_editor.jpg (419733 bytes)
06_forsida_hlidarspaltar_faldir.jpg (362261 bytes)
07_right_click_on_web_tree.jpg (448919 bytes)
07_t_page_properties.jpg (296281 bytes)
08_wysiwyg_editor.jpg (373791 bytes)
09_rad_editor.jpg (292149 bytes)
10_drag_drop_youtube.jpg (290592 bytes)
11_youtube_empty.jpg (272828 bytes)
12_settings_youtube.jpg (308776 bytes)
13_web_part_to_the_trash.jpg (297577 bytes)
14_item_gallery_images.jpg (370935 bytes)
14_t_images_editing.jpg (257954 bytes)
15_html_templates.jpg (372500 bytes)
16_css_template.jpg (190696 bytes)
17_controls.jpg (221139 bytes)
18_list_object.jpg (225227 bytes)
19_logging_bugs.jpg (343678 bytes)
20_news.jpg (131184 bytes)
21_settings_outside_datasource.jpg (129154 bytes)
22_user_management.jpg (77986 bytes)
23_web_site_settings.jpg (105643 bytes)
24_web_store.jpg (82775 bytes)
sidur_skraasafn_ruslafata.png (17727 bytes)
wisard_color.png (30210 bytes)

Tæknileg uppbygging kerfisins

Lisa Live vefsumjónarkerfið (CMS) er skrifað í C# í .net umhverfi. Stílsnið eru útbúin sem .net stýrieiningar (control) sem mótuð eru með CSS og HTML. Unnið er með efni á XML formi og stílun vefparta fer fram í XSLT.

LiSA Live býr yfir forritunaraðgengi að XSLT stílsniðum, CSS og HTML. Mynda- og skráaumsýsla er byggð inn í kerfið Gögn eru ýmist vistuð á diski eða í SQL gagnagrunni. Mögulegt er að koma skrám og myndum fyrir í flýtiminni til að auka hraða í kerfinu.

Að forrita í LiSU Live

Bæta má við nýjum fítustum við kerfið með því að forrita nýjar .net stýrieiningar eða einingar sem keyra á vefþjóni (server controls). Einingar eru svo mótaðar með XSLT. LiSA veitir aðgang að tæknilegu viðmóti, API  sem gerir kleift að tengjast LiSU kerfinu í gegnum forritunaraðgengi.

Samþætting við önnur kerfi

LiSA vefumsjónarkerfið er afar sveigjanlegt og hefur verið notað við samþættingu á kerfum t.a.m. starfsmannakerfi (Focal), skjalavinnslukerfi (MS SharePoint), ActiveDirectory, launakerfi (H-laun), Exchange, Axapta, Navision, DK, tímaskráningakerfi og margt fleira.

Kerfisstuðningur

Lisa Live vinnur best á:

 • Windows Server 2008 SP2, 2008 R2, 2012 eða nýrri
 • 32 og 64 bit
 • IIS 7 eða nýrri
 • Notkun .net vefumhverfi 4.5.1 eða nýrra
 • SQL Server 2005, 2008 og 2012 
 • Öllum helstu, nýjustu útgáfum af vöfrum, s.s. IE, Firefox og Chrome

Verð

Verð fyrir LiSA Live vefumsjónarkerfið (CMS) skiptist upp í tvo þætti kerfisverð og uppfærslu- og afnotagjald sem greitt er mánaðarlega. Vinsamlegast hafið samband við veflausnir Advania fyrir nánari upplýsingar um verð LiSA Live.

Mánaðargjöld skiptast upp í tvo þætti. Annars vegar skilyrtan uppfærslu- og notkunarsamning en hins vegar gefst kaupendum kostur á að gera þjónustusamning við Advania. Uppfærslu- og notkunarsamningur tryggir verkkaupa öryggis- og virkni uppfærslur sem keyrðar eru kerfislægt. Þjónustusamningur tryggir kaupanda hins vegar eftirfarandi atriði:

 • Afslátt af gildandi gjaldskrá
 • Forgang í þjónustu
 • Afslátt af námskeiðum
 • Tvo stöðufundi á ári (fyrnast við áramót)

Uppsetning og prófanir

Að forritun lokinni er vefurinn færður af þróunarsvæði yfir til hýsingaraðila. Að lokinni yfirfærslunni eru framkvæmdar viðtökuprófanir sem byggja á verkþáttum verkefnisins þar sem hver liður er prófaður sérstaklega.

Hýsing

Hægt er að hýsa LiSA hugbúnaðinn hjá öllum hýsingaraðilum sem styðja Microsoft hugbúnað. Advania býður upp góða hýsingarkosti fyrir LiSA vefi m.t.t. verðs, þjónustu og gæða.

Meðal eininga í LiSU Live eru flipakerfiseining, videoinnsetningareining, listahlutur sem gerir notendum m.a. kleift að búa til umsóknarform til að setja inn á síðuna og safna gögnum sem berast af vefnum.