Persónuleg tækni

Með framförum í tækni verður ávallt meiri möguleiki á að gefa einstökum nemendum rödd í kennslunni. Þeir verða ávallt meiri þátttankendur frekar en viðtakendur. Ekki nóg með að þessi þróun hjálpi til við að vekja áhuga á náminu, heldur er hægt að sníða það að hverjum og einum – allir geta skarað fram úr.

Allt í einu tæki

Stærsta skrefið í tæknivæðingu er að nemendur fá snjalltæki. Með því að skipta pappír og bókum út fyrir tölvur eða spjaldtölvur er þó ekki öll sagan sögð. Tækið verður bæði að vera fjölhæft og þola það harða umhverfi sem skólastofan getur verið.

Þess vegna býður Dell upp á vélar eins og Chromebook 11.

Image for Allt í einu tæki
Image for

Þær eru sterkar og sumar týpur prófaðar til að þola allt að 10.000 skelli á skólaborð og önnur skólatengd óhöpp í fjögur ár án þess að gefa neitt eftir. Og það allan daginn því rafhlaðan dugir í allt að 13 klukkutíma.

Að auki eru vélarnar búnar myndavélum fyrir myndbandsupptöku og styðja EMR penna svo hægt er að skrifa á rispufrían skjáinn eins og hann væri pappír. Tölvan er því orðin bókin, skrifblokkin, vasareiknirinn og allt annað sem hægt er að láta detta sér í hug. Að kvöldi er svo hægt að læsa allt inn í skáp sem hleður vélarnar fyrir næsta dag.

Nemendur sem þátttakendur

Tæknin opnar nýja möguleika í námi. Nemendur vinna meira með hvor öðrum og geta nálgast markmiðin með sínum formerkjum. Þetta skilar sér ekki bara í meiri áhuga á náminu, heldur eru nemendur betur búnir fyrir hvernig unnið er úr verkefnum síðar á ævinni, t.d á vinnumarkaði. Á sama tíma verður kennarinn að fyrirliða og getur einbeitt sér að einstökum nemendum eða litlum hópum. Fyrirtæki eins og Dell hafa undirbúið þessa framtíð lengi eins og K12 verkefni þeirra sýnir best.

Image for Nemendur sem þátttakendur
Image for Sjáum alla myndina

Sjáum alla myndina

Að sýna, breyta og búa til efni fyrir heilan bekk er vafalítið einn stærsti hluti kennslunnar. Algengustu verkfærin til að gera það, krítartöflur og myndvarpar, heyra orðið sögunni til. Meira að segja gamla góða túbusjónvarpið á hjólunum er ekki sá gleðigjafi sem það var. Nýjar stafrænar lausnir ryðja sér stöðugt rúm og hlutir snúast æ meir um gagnvirkni. Eitt og sama tækið sýnir þannig ekki bara skýra mynd, heldur býður það upp á að unnið sé í efninu í rauntíma. Stórir snertiskjáir eru frábær lausn fyrir skólastofuna. Þeir eru bjartir og skýrir þannig að ekki er nauðsynlegt að draga fyrir.

Að sýna, breyta og búa til efni fyrir heilan bekk er vafalítið einn stærsti hluti af kennslustofunni. Algengustu verkfærin til að gera það, krítartöflur og myndvarpar, heyra orðið sögunni til. Meira að segja gamla góða túbusjónvarpið á hjólunum er ekki sá gleðigjafi sem það var. Nýjar stafrænar lausnir ryðja sér stöðugt rúm og hlutir snúast æ meir um gagnvirkni. Eitt og sama tækið sýnir þannig ekki bara skýra mynd, heldur býður það upp á að unnið sé í efninu í rauntíma. Stórir snertiskjáir eru frábær lausn fyrir skólastofuna. Þeir eru bjartir og skýrir þannig að ekki er nauðsynlegt að draga fyrir.

Image for

Dell OptiPlex

Dell OptiPlex línan skarar fram úr þegar kemur að fjölbreytni og öryggi. Þetta gerir vélarnar að augljósum valkosti í hin ýmsu hlutverk innan menntastofnana. Þær koma í nokkrum útgáfum og henta því sérstaklega vel í ólíkar aðstæður:

  • Turn
  • Lítill turn
  • Micro
  • All in One
Image for Dell OptiPlex
Image for Öryggi skiptir höfuðmáli

Öryggi skiptir höfuðmáli

Með aukinni tæknivæðingu verður sífellt mikilvægara að öryggismálin séu í lagi. Ásamt því að selja Dell, eitt öruggasta tölvuframleiðanda í heimi, býður Advania upp á viðamiklar öryggislausnir fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.