Móttakan

2 vörur

2 vörur

  • 1 / 1

Visita

Kjarninn í að nútímavæða móttökuna er auðvitað búnaðurinn. Nýjar lausnir opna möguleika á að hafa uppsetninguna einfalda, aðlaðandi og umfram allt sjálfvirka. Með því að hafa kerfi eins og Visita á All in One tölvu eða snertiskjá, er hægt að bjóða upp á einn punkt þar sem gestir skrá sig sjálfir inn. Viðtakandi fær skilaboð og út prentast límmiði sem gesturinn skellir á sig. Mannshöndin kemur hvergi að og ferillinn tekur nokkrar sekúndur.

Image for Visita
Image for Upplýsingaskjáir

Upplýsingaskjáir

Það getur skipt sköpum að vera með skýrar upplýsingar sýnilegar þegar gestir koma í hús. Auðvitað væri hægt að handskrifa allt á veggina á hverjum degi en það er varla hagkvæmt. Eða snyrtilegt. Lausnin eru sérstaklega hannaðir upplýsingaskjáir. Þeir þola álagið við að vera í gangi ýmist 12 eða 24 klst á sólahring – allan ársins hring. Hægt er að fá þá í öllum stærðum og gerðum og því lítið mál að finna rétta skjáinn í hvaða móttöku sem er. Með rétta hugbúnaðinum er svo hægt að halda utan um sýnt efni og jafnvel raða nokkrum skjáum saman til að mynda heilu skjá-veggina.