Image for Góð þjónusta með góðum búnaði

Góð þjónusta með góðum búnaði

Í þjónustuverum er nauðsynlegt að allt gangi vel fyrir sig. Viðskiptavinurinn verður að ná inn, það verður að heyrast vel í öllum og hlutirnir verða að ganga hratt og örugglega. Sjáðu dæmi um búnað sem hæfir góðu þjónustuveri. Þú sérð um þjónustuna – við sjáum um búnaðinn.

Dell OptiPlex

Með OptiPlex línunni hefur Dell einsett sér að skapa lausnir sem henta í sem flestar aðstæður. Vélarnar eru til í ótal útgáfum og í mörgum stærðum sem endurspeglast í vinsældum vélanna. Ekki síst á Íslandi. Þær hafa aldrei verið öflugri, núna með áttundu útgáfu Intel örgjörva. Útgáfurnar eru

 • Turn (MT)
 • Borðvél (SFF)
 • Micro
 • All in One
Image for Dell OptiPlex
Image for Jabra

Jabra

Jabra hefur mikla reynslu af heyrnatólum fyrir vinnustaði og margar skrifstofur á Íslandi kaupa hreinlega ekkert annað. Vöruúrvalið spannar allt frá ódýrum höfuðtólum fyrir síma, að þráðlausum hágæða heyrnartólum með nýjustu tækni sem eyðir umhverfishljóðum. Jabra Evolve og PRO heyrnartólin er hægt að tengja við tölvur, borðsíma og farsíma og þau styðja helstu forrit á borð við Skype, Chromebox og GoToMeeting.

Image for Upplýsingaskjáir

Upplýsingaskjáir

Nauðsynlegt er að halda teyminu samstilltu með sýnilegum upplýsingum fyrir alla. Lausnin eru sérstaklega hannaðir upplýsingaskjáir sem þola álagið við að vera í gangi ýmist 12 eða 24 klst á sólahring – allan ársins hring. Hægt er að fá þá í öllum stærðum og gerðum og því lítið mál að finna rétta skjáinn í hvaða rými sem er. Með rétta hugbúnaðinum er svo hægt að halda utan um sýnt efni og jafnvel raða nokkrum skjáum saman til að mynda heilu skjá-veggina.

Dæmi um vörur

Hér fyrir neðan eru dæmi um þær vörur sem okkur finnst passa best í þjónustuverið. Ekki hika við að hafa samband við sérfræðinga okkar til að fá ráðgjöf varðandi þjónustuverið þitt.

Image for Dæmi um vörur


 

Þjónustuver

5 vörur

  Vörutegund

  • Á eyra (3)
  • Lyklaborð (1)
  • Mús (1)

  Framleiðandi

  • Dell (2)
  • Jabra (3)

5 vörur

 • 1 / 1