Image for Skjáir fyrir þínar þarfir

Skjáir fyrir þínar þarfir

Við val á skjá er meðal annars mikilvægt að huga að daglegum verkefnum, stærð skrifborðs og tengimöguleikum.

Sumir skjáir henta betur fyrir efnissköpun og myndvinnslu á meðan aðrir eru meira hugsaðir fyrir fjarfundi.

Hér að neðan er samantekt á vinsælum Dell skjáum sem getur auðveldað valið.

 


Dell UltraSharp skjáir

Dell UltraSharp skjáir henta vel fyrir þá sem gera miklar kröfur um litastuðning, upplausn og myndgæði.

• Frábærir fyrir efnissköpun (myndbands- og ljósmyndavinnslu, verkfræði o.fl.)

• Glæsileg hönnun sem skilar nettari skjá og þynnri skjáköntum

• Einstök litarskilyrði með möguleika á HDR og IPS Black tækni

Image for Dell UltraSharp skjáir

 


Image for Dell Professional skjáir

Dell Professional skjáir

Dell Professional skjáir henta vel fyrir almenna skrifstofuvinnu þar sem unnið er í tölvupósti, helstu Microsoft forritum og birgðarkerfum.

• Frábærir fyrir glærukynningar, töflureikni og textagerð

• ComfortView Plus tækni fáanleg sem dregur úr magni blágeisla

• Vinnuvistfræðileg hönnun

 


Dell Video Conferencing skjáir

Dell Video Conferencing skjáir henta vel fyrir fjarfundi og eru sérstaklega hannaðir með fjarvinnu í huga.

• Frábærir fyrir fjarfundi þar sem einn hnappur kveikir á Microsoft Teams (e. one button connect)

• Innbyggð vefmyndavél

• 5W innbyggðir hátalarar og hljóðnemi með umhverfisvörn (e. noise-canceling)

Image for Dell Video Conferencing skjáir

 


Fáðu ráðgjöf

Vantar aðstoð með val á skjá? Bókaðu tíma með sérfræðingum okkar.