Image for Ég leik mér af alvöru

Ég leik mér af alvöru

Það eru þeir sem spila tölvuleiki og svo er það ég. Búnaðurinn minn verður að ráða við þunga leiki í góðum gæðum og hér er ekkert pláss fyrir hökt eða vesen. Hvernig er hægt að ætlast til þess að ég taki legendary 360 no scope ef allt laggar*? Ég vil geta spilað hvar sem er. Svo ég þarf öfluga fartölvu. Þó vil ég alls ekki missa möguleikann á því að uppfæra hana eftir þörfum. Þess vegna nota ég DELL G5 leikjafartölvuna. Ég get leikið mér almennilega hvar sem er.

*að ég geti snúið mér í 360 gráður í leik og skotið óvini mína án þess að miða ef leikurinn höktir?

 


Alienware

Alienware er toppurinn í leikjavélum frá Dell. Þær eru sérstaklega hannaðar til að ráða við allar þær kröfur sem þyngstu leikirnir setja – þó kröfurnar breytist. Því Alienware tölvur eru uppfæranlegar til halda í við þróunina í tölvuleikjaheiminum. Línan samanstendur af frábærum vélum – allt frá 13, 15 og 17“ fartölvur, upp í hrikalega öflugar turntölvur með allt að 32GB í vinnsluminni og Intel i9-X örgjörva.

Einnig eru til Alienware aukahlutir svo sem skjáir, mýs og lyklaborð sem eru sérstaklega hannaðir fyrir leikjaspilun. Advania getur sérpantað svo til allar tegundir frá Alienware - ekki hika við að fá upplýsingar um hvað er í boði.

Image for Alienware

 


Image for Skjár er ekki bara skjár

Skjár er ekki bara skjár

Þeir sem spila leiki þekkja að það skiptir miklu máli að vera með rétta skjáinn. Hann verður auðvitað að vera nógu stór og skarpur til að sjá öll smáatriði en þar með er ekki öll sagan sögð. Í leikjum skiptir máli að endurnýjun (e.refresh rate) og viðbragðstími (e. response time) í skjánum séu yfir meðallagi til að hraðar hreyfingar skili sér áreynslulaust.
Þess vegna hanna Dell sérstaka leikja- og heimilisskjái. Bæði undir sínu eigin merki og Alienware.

 


Aukahlutir eru stundum aðalmálið

Með topp búnaði verður að nota topp aukahluti. Hvort sem það er mús með hröðu viðbragði, lyklaborð með réttu tökkunum, eða hreinlega rétta taskan, það er lykilatriði að velja rétt. Að auki verða heyrnartólin auðvitað að vera kraftmikil, þægileg og með góðum hljóðnema. Að sjálfsögðu býður Advania upp á alla þá aukahluti sem þú þarft til að spila leikina almennilega.

Image for Aukahlutir eru stundum aðalmálið

 


Ég leik mér af alvöru

11 vörur