Image for Sjálfsafgreiðslulausnir

Sjálfsafgreiðslulausnir

Við bjóðum upp á fjölbreyttar tegundir sjálfsafgreiðslulausna sem auka skilvirkni í afgreiðsluferlinu og bæta upplifun viðskiptavina.

Lausnirnar okkar hjálpa þér að draga úr myndun raða með því að gera viðskiptavinum kleift að velja vörur og greiða fyrir þær án aðkomu starfsfólks. Fjölbreytt úrval lausna er í boði sem henta veitingastöðum, ferðaþjónustuaðilum, verslunum, kvikmyndahúsum o.fl.Image for RealPOS XK7

RealPOS XK7

Stílhreinn kassi sem sameinar allt í einni, strerkri umgjörð. XK7 er með snertiskjá og býður upp á nútímalegt viðmót sem hentar flestum.

Lausnin er sérstaklega meðfærileg og auðvelt er að koma henni fyrir - hvort sem er á fæti, á borði eða upp á vegg. XK7 er til með 15", 18,5" eða 21,5" skjá og hægt er að fá kortalesara, fingrafaralesara og kvittanaprentara ásamt fleiru.
Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar varðandi XK7

NCR SelfServ

SelfServ lausnin er alhliða kassakerfi þar sem viðskiptavinurinn klárar söluna sjálfur.

Lausnin er til í ótal útgáfum en hentar sérstaklega vel í verslunum þar sem álag er mikið og þörf á hraðri afgreiðslu. SelfServ tekur við kortagreiðslum og er sérstaklega auðveldur í notkun.

Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar varðandi SelfServ

Image for NCR SelfServ

Heyrðu í sérfræðingum okkar

Sérfræðingar okkar búa yfir ótrúlegum fróðleik og reynslu er tengist afgreiðslulausnum. Ekki hika við að hafa samband og fá ráðgjöf varðandi lausnir í öll verslunarrými.