Nú geta einstaklingar fengið afsláttarkjör í vefverslun. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum, farðu á Mínar síður og sláðu inn kóðann AFSL25. Eftir örfáar sekúndur birtist afslátturinn á vörunum sem Þitt verð. Engin gjöld eða kvaðir eru bundin við prómókóða - bara betra verð.
Innskráning og nýskráning fer fram með rafrænum skilríkjum. Persónulegur aðgangur stofnast á alla notendur við innskráningu, og hann svo tengdur við fyrirtæki fyrir innkaup á þeirra kennitölu í nýskráningarferlinu. Ef búið er að tengja persónulega aðganginn þinn við fyrirtækið, getur þú skipt yfir á það með því að smella á nafnið þitt uppi í hægra horninu og Skipta um aðgang.
Ef fyrirtækið sem þú hefur heimild til að kaupa fyrir birtist ekki á listanum yfir þína aðganga eftir að þú skráðir þig inn, þarftu að sækja um:
- Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
- Smelltu á Mínar síður undir nafninu þínu í hægra horninu
- Veldu Fyrirtæki
- Veldu Sækja um og settu inn kennitölu fyrirtækisins
Fyrirtæki geta fengið Admin aðganga í vefverslun. Þessir ofurnotendur geta bætt við og fjarlægt notendur á Mínum síðum og hafa aðgang að reikningum fyrirtækisins.
Ofurnotendur geta bætt nýjum notendum í vefverslun með því að fara á mínar síður - notendur - bæta við notanda.
Sæktu um Admin aðgang á mínum síðum.
Kjör uppfærast sjálfkrafa við innskráningu á fyrirtækjaaðgangi. 2% auka afsláttur bætist við önnur kjör þegar verslað er í vefverslun (að útsöluvörum undaskildum). Fyrirtæki með þjónustusamning við Advania geta valið um standsetningu á búnaði í kaupferlinu – aldrei hefur verið jafn auðvelt að kaupa búnað og fá hann afhentan tilbúin til notkunar.