Það er óþarfi að gefa afslátt af gæðum í samvinnu þó fundaherbergið sé í minni kantinum. Hér er tilvalið að vera með minni skjái, hljóðstangir með innbyggðum myndavélum og litla fundarsíma.
Þetta klassíska fundarherbergi sem við flest þekkjum. Þarna eru stundum tveir aðilar, stundum tólf. Það sem skiptir máli, er að allir séu í myndi og að í öllum heyrist. Hér er gott að vera með myndavélar sem geta skipt á milli þröngs- og víðs sjónarhorns, stjórntæki á borðinu og jafnvel hljóðnema.
Stærri samverurými eru að verða æ vinsælli á vinnustöðum. Í þeim gefst tækifæri til að halda fyrirlestra og námskeið, en einnig geta teymi nýtt þau í fundi og jafnvel samhristing. Í þessum rýmum verða skjáirnir að vera stórir og það borgar sig að vera með nokkrar myndavélar. Vinsælt er að setja hátalara í loftið og jafnvel hljóðnema.
Flestir vinnustaðir eru komnir með einhverja upplýsingaskjái í almennu rýmin. Þeir nýtast til að setja upp tilkynningar, sýna hvort fundarherbergi eru laus - já eða bara til að fylgjast með hvort það sé byrjað að gjósa. Mikilvægt er að velja skjái sem eru sérstaklega hannaðir í verkið, og þola að sýna efni allan sólarhringinn.
Með Airtame búnaðinum getur þú nýtt þína skjái sem upplýsingaskjái (Digital Signage). Með áskrift að Airtame cloud getur þú stjórnað öllum Airtame tækjunum og valið hvað birtist á hvaða skjá hverju sinni.
Með Airtame hub er hægt tengjast fjarfundum (Teams eða Zoom) frá Airtame forritinu. Einungis þarf Airtame forritið og segja tækinu að tengjast fundinum sem er í dagatalinu þínu. Hægt er að tengja flestar tegundir myndavéla og hljóðnema við kerfið með USB.