Image for Fundarherbergjalausnir sem styðja fjarfundi

Fundarherbergjalausnir sem styðja fjarfundi

Nú til dags eru gæði fjarfunda orðin hluti af ímynd fyrirtækja og má gera ráð fyrir að á komandi misserum muni langflestir fundir hafa að minnsta kosti einn fundargest í fjarfundi sem vinnur að heiman, frá öðru fyrirtæki eða jafnvel á ferðalagi.

Í íslensku atvinnulífi er því orðið nauðsynlegt að búa starfsfólki tækifæri til þess að reka fjarfundi með skilvirkum hætti og þar koma fjarfundalausnir og -búnaður sterkur inn.Cisco

Advania er vottaður samstarfsaðili Cisco og sinnir þjónustu og ráðgjöf við þennan hágæða net- og samskiptabúnað. Cisco er þekkt fyrir framúrskarandi mynd- og hljóðgæði og til að fullkomna fundarherbergið mælum við með Cisco Webex. Einnig tengist Cisco við MS Teams og fleiri fjarfundakerfi. Cisco var tilnefnt sem leiðtogi í fjarfundalausnum 2020 af Gartner Magic 13. árið í röð, sem og unnið til The Red Dot Design verðlaunanna fyrir fjarfundalausnir sínar.

Image for CiscoImage for Yealink

Yealink


Búnaðurinn frá Yealink vinnur sérstaklega vel með MS Teams og tengist einnig öðrum fundarlausnum eins og Zoom og Webex. Mynd- og hljóðgæði eru mjög góð. Búnaðinum fylgir tölva, myndavél, hljóðnemar og spjaldtölva sem nýtist til að auðvelda stýringu funda.Fáðu ráðgjöf

Hjá Advania er fjölbreytt úrval fjarfundalausna og -búnaðar frá framleiðendum í fremstu röð fyrir fundarherbergi af öllum stærðum og gerðum. Advania sér einnig um ráðgjöf, uppsetningu og kennslu. Áhersla er lögð á einfaldleika sem styttir tímann við að hefja fund og eykur notkun á búnaðinum. Mynd- og hljóðgæði auka upplifun og færir fólk nær því að vera í sama herbergi.

Image for Fáðu ráðgjöfFundalausnir

13 vörur

  Vörutegund

  • Festing fyrir skjá (1)
  • Fundarsími (3)
  • Fundarskjár (1)
  • Fundarvefmyndavél (4)
  • Tölvuskjár (2)
  SJÁ FLEIRI

  Framleiðandi

  • Dell (3)
  • Jabra (4)
  • Logitech (1)
  • Vogel's (1)
  • Yealink (4)
  SJÁ FLEIRI

13 vörur

 • 1 / 1