Hvaða dokka hentar mér best?

Með aukinni tækniþróun færist sífellt í aukana að fyrirtæki færi sig í fartölvuumhverfi. Þó borðtölvan muni alltaf eiga sinni sess, er háværari krafa um að starfsmenn geti unnið hvar sem er. Frjálst sætaval og fjarvinna eru farin að setja mark sitt á vinnustaði og tæknibúnaðurinn verður að halda í við þróunina. Ósungna hetjan í þessari þróun er tengikvíin (betur þekkt kannski sem dokka). Hún sameinar kosti þess að vera með fartölvu og sérstaka vinnustöð með því að gera notandanum kleift að tengja vélina á mjög einfaldan hátt við skjái, mús, lyklaborð o.s.frv.

Með nýjum stöðlum og tækni skiptir alltaf minna (og stundum engu) máli hver framleiddi dokkuna eða tölvuna. Dell dokkur eru opnar (e. open standard) svo hægt er að tengja svo til hvaða nýlega tölvu sem er við þær. Hvort sem það heitir PC eða Mac.

Image for Hvaða dokka hentar mér best?

En þar með er ekki öll sagan sögð. Mismunandi kröfur kalla á mismunandi dokkur og það getur verið mjög auðvelt að villast í leitinni að fullkomna búnaðinum. Í eftirfarandi lista leitumst við þess vegna við að útskýra hvaða dokkur henta í hvaða aðstæður og hverjar ekki. Helstu hlutir sem hafa áhrif á valið eru m.a hvaða tengi eru til staðar, hversu margir skjáir eru í notkun og hversu mikla orku tölvan þarf. Thunderbolt og USB C dokkur hlaða til að mynda tölvurnar en í öðrum þarf sérstakt hleðslutæki. 

Hvað lýsir þínum aðstæðum best?

___________________________________________________________________________________________

Tölvan er með USB C og ég er í almennri vinnslu

WD 15 er hugsuð fyrir vélar með USB-C tengi. Hún styður ekki Thunderbolt og hentar best fyrir almenna, léttari vinnu. WD 15 hentar þér ef

  • Tölvan er með USB C tengi
  • Þú ert með tvo skjái í Full HD eða einn í 4K upplausn
Image for Tölvan er með USB C og ég er í almennri vinnslu

__________________________________________________________________________________________

Ég er í blönduðu umhverfi þar sem sumar vélar eru ekki með USB C

Þessi lausn hentar sérstaklega vel í blönduðu umhverfi því D6000 dokkan styður bæði USB A og USB C. Kjörin lausn fyrir vinnustaði með frjálst sætaval og margar tegundir af tölvum. Ef tölvan er með USB C, hleður dokkan hana um leið. D6000 hentar best

  • Ef tölvan er ekki með USB C tengi
  • Í blönduðu umhverfi þar sem sumar tölvur eru með USB C og aðrar USB A
Image for Ég er í blönduðu umhverfi þar sem sumar vélar eru ekki með USB C

__________________________________________________________________________________________

Ég er í þyngri vinnslu og tölvan er með Thunderbolt 3

Hér er á ferðinni kví fyrir kröfuharðari aðstæður. Til dæmis ef tölvan þarfnast mikillar orku og verið er að nota marga skjái í mikilli upplausn. Það er best að fara í TB16 ef

  • Verið er að nota allt að þrjá Full HD eða tvo 4k skjái
  • Verið er að nota 5K skjá
  • Tölvan er með Thunderbolt 3 tengi
  • Tölvan þarf meira en 180 w
Image for Ég er í þyngri vinnslu og tölvan er með Thunderbolt 3

__________________________________________________________________________________________

Ég vil skjá með USB-C tengi

Nýjasta þróunin er skjáir með innbyggðum tengimöguleikum. Allir aukahlutir (þ.m.t annar skjár) eru tengdir í skjáinn og ein USB-C snúra liggur í fartölvuna sem er hlaðin um leið. Flestar nýjar fartölvur bjóða upp á USB-C tengingu og þannig hentar þessi lausn flestum sem vilja einfalda sér lífið.

Sjáðu dæmi um USB-C skjái hér fyrir neðan.Image for Ég vil skjá með USB-C tengi

USB-C skjáir

3 vörur

3 vörur

  • 1 / 1

Þessi listi er auðvitað ekki tæmandi. Ef leitað er að sértækari lausnum, hvetjum við þig að sjálfsögðu til að hafa samband við sérfræðinga okkar sem hafa áratuga reynslu af lausnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.