Dell sýnir Mobile Connect

Dell sýnir Mobile Connect

11.1.2018

Forrit sem tengir tölvuna og símann saman. 

 

Dell kynnti áhugaverðan hugbúnað á CES sem þeir kalla Mobile Connect. Forritið, sem virkar bæði fyrir Android og iOs, leyfir notandanum að stjórna símanum sínum beint úr Dell tölvunni sinni. 

 

Hægt er að taka símtöl, svara skilaboðum og með Android símum er meira að segja hægt að stjórna öppum án þess að svo mikið sem líta á símann.

 

 

Svipaðar lausnir hafa verið í boði frá framleiðendum eins og Apple og Samsung en aldrei áður hefur forrit sem þetta boðið upp á jafn mikla möguleika. Þó flestir muni eflaust nota tæknina til að taka símtöl og svara skilaboðum án þess að líta af tölvunni, er hægt að stjórna Android símum algjörlega með forritinu. Kjörið tækifæri til að spila Angry Birds á 15“ skjá?

 

Dell Mobile Connect kemur uppsett í 2018 módelum af mörgum Dell tölvum og í lok janúar munu valdar eldri týpur eiga möguleika á að hala forritinu niður.