Dell Precision Optimizer sér um að allir séu stilltir

Dell Precision Optimizer sér um að allir séu stilltir

24.1.2018

Í þungri vinnslu skiptir máli að vinnustöðin sé rétt stillt fyrir verkið.  

 

Fagfólk í þungri tölvuvinnslu þekkir vel að oft þarf að stilla frammistöðu vélar eftir því hvaða forrit er í notkun. Þung vinnsla í Photoshop krefst annarskonar uppsetningar en Autodesk og Illustrator þarfnast annars af vélinni en Premiere. 

 

Þetta hefur þýtt að eyða þarf dýrmætum tíma í að setja upp vinnustöðvar svo þær skili sem bestu afköstum. Dell hefur hinsvegar fundið lausn á þessu með forriti sem er sérstaklega hannað fyrir vinnustöðvarnar sem þeirra kröfuhörðustu viðskiptavinir kaupa: Precision.

 

Dell Precision Optimizer stillir vélina sjálfvirkt eftir kröfum notandans með einum smelli. Forritið hefur verið sett upp af sérfræðingum Dell og styður öll helstu forrit sem notuð eru af fagfólki. Þannig sparast ekki einungis tími, heldur er frammistaða forrita aukin til muna. Allt að 121 prósent!

 

 

 

Forritið fylgist einnig með að allir reklar séu uppfærðir svo forrit skili hámarks afköstum og áreiðanleika. UT deildir fyrirtækja geta einnig fjarstýrt Dell Precision Optimizer og stillt vélar til að skila þeim afköstum sem kröfur eru gerðar um. Precision vinnustöðvar skila því hámarks afköstum án þess að notandinn þurfi að gera neitt.

 

Dell Precision Optimizer fylgir með öllum Precision vélum keyptum hjá Advania en hægt er að nálgast forritið hér.