Ný útgáfa af Dell XPS 13 fær frábærar viðtökur

Ný útgáfa af Dell XPS 13 fær frábærar viðtökur

8.1.2018

Nýjasta útgáfa af einni flottustu fartölvu í heimi er ekki einu sinni komin í sölu en er strax farin að raka að sér verðlaunum. 

 

Nýja útgáfan heldur áfram að vera ein minnsta 13,3“ fartölva í heiminum með „Edge-to-edge“ skjánum og í fyrsta skiptið er hægt að fá hann í 4K útgáfu. Á ótrúlegan hátt hefur tekist að gera vélina enn þynnri og léttari á meðan afl hefur aukist og rafhlöðuending haldist vel yfir meðallagi. XPS 13 9370 er einungis rúm 1200 grömm á þyngd og 11,7 millimetrar þar sem hún er þykkust. Um leið taka Dell óhræddir næsta skref í framtíðina og bjóða vélina einungis með USB C. Með því er hægt að bjóða upp á flesta tengimöguleika á meðan vélin getur orðið þynnri og léttari. Ekki skemmir heldur fyrir að nýja vélin er fáanleg í fallegri hvítri útgáfu sem hrindir frá sér óhreinindum.

 

 

XPS 13 hefur alltaf verið keyrð áfram af nýjustu kynslóð i5 og i7 Intel örgjörva og 9370 er engin undantekning. 8. útgáfa örgjörvana er sú öflugasta til þessa og þökk sé nýrri kælitækni í XPS er hægt að viðhalda vinnsluhraða undir miklu álagi. Það er því alveg á hreinu að XPS 13 viðheldur orðspori sínu sem öflugur valkostur fyrir þá sem gera kröfur.

 

 

XPS 13 9370 er á leiðinni í sölu hjá Advania en nú þegar hafa tímarit fengið vélina til prófunar og keppast við að hlaða hana lofi. Sem dæmi hlaut vélin sérstök „Editors‘ choice“ verðlaun hjá Laptop Mag, tímariti sem sérhæfir sig í fartölvum og öllu sem þeim tengist. Að auki hlaut vélin sérstök frumkvöðlaverðlaun á CES sýningunni fyrir sérstaklega umhverfisvænar pakkningar, sem unnar eru úr plasti sem fiskað var úr sjónum. Nýja XPS 13 kemur því sterk til leiks og hlakkar okkur mikið til að hefja sölu á henni innan skamms.