Heitt í hamsi

Örgjörvar í fartölvum hafa margfaldast í krafti og frammistöðu síðustu ár og er þróunin búin að opna á nýjan heim af hlutum sem hægt er að gera í tölvu á ferðinni. Heilu vinnustöðvarnar passa í bakpoka og ekki þarf lengur her af fólki til að bera leikjavélina út í bíl.

Auknu afli í þynnri vélum fylgir þó vandamál: hiti.

Image for Örgjörvinn

Örgjörvinn

er það sem keyrir frammistöðu tölvunnar áfram og undir álagi er eðlilegt að hann hitni. Þú hefur eflaust tekið eftir að vélin hitar á þér fangið þegar hún vinnur hörðum höndum að einhverju og oftar en ekki fara vifturnar af stað með tilheyrandi þotuhljóði. Þetta er auðvitað bæði óþægilegt (nema þér sé kalt) og jafnvel þreytandi til lengdar.

En með pirrandi hljóði og heitum lærum er þó ekki öll sagan sögð.

Örgjörvar þurfa að halda sig undir vissu hitastigi til að forðast skemmdir og þegar vélin hitnar byrja vifturnar að snúast til að halda hitanum í skefjum. Stundum að því marki að maður fær á tilfinninguna að vélin ætli hreinlega að takast á loft. Að lokum neyðist örgjörvinn þó til þess að slá af aflinu til að ofhita sig ekki og notandinn fer að taka eftir að frammistöðu vélarinnar fer að hraka til muna.

Tæknilega heitið yfir þetta er Thermal Throttling og minnir um margt á hvernig þú verður að stoppa úti í kanti ef bíllinn þinn fer að ofhita sig. Annars er voðinn vís.

Image for
Image for Kæling og frammistaða haldast í hendur

Kæling og frammistaða haldast í hendur

Þetta þekkja til dæmis vel þeir sem vinna í þungum hlutum eins og myndbandavinnslu: ef vélin nær ekki að kæla sig almennilega, fer frammistaðan fljótt niður fyrir það sem þykir ásættanlegt og biðin eftir að myndbandið verði klárt getur orðið ansi löng. Ekki hjálpar svo til hvað tölvur eru orðnar þunnar og hafa sumir framleiðendur tekið meðvitaða ákvörðun um að fórna kælingu fyrir útlit og meðfærileika.

Með þeim afleiðingum að sumar vélar þola illa að í þær séu settir kröftugir örgjörvar. Vélarnar ná ekki vinnsluhitanum niður og örgjörvinn dregur úr sér kraftinn. Í rauninni er notandinn að borga fyrir afl sem hann getur ekki notað nema hann búi í snjóhúsi.

Stjarnfræðilegar lausnir

DELL tekur þetta mál mjög alvarlega, enda verður notandinn að geta notað vélina til fulls. Þess vegna dugði ekkert minna en sérstakt efni frá NASA í kælikerfið í DELL XPS og Precision vélum. Svokallað Silicon Aerogel er sett í sérstakar fóðringar inni í vélunum og sér til þess að hiti leitar frá örgjörvanum og öðrum mikilvægum íhlutum. Ekkert efni í heiminum verndar jafn vel frá hita og er því engin furða að NASA notar það í vélar eins og Mars Rover.

Þetta þýðir auðvitað að örgjörvinn á auðveldara með að halda sig á réttum hita og auðveldara er fyrir viftunar að halda öllu á réttu róli. Sem skilar sér í hraðari vinnslu í lengri tíma.

Image for Stjarnfræðilegar lausnir

Sjáðu hvernig DELL hannar kælikerfi