Hentugur hugbúnaður

Það er gott að eiga góða tölvu eins og maðurinn sagði. Til að fullkomna pakkann er þó líka nauðsynlegt að ná sér í rétta hugbúnaðinn. Hér eru dæmi um hugbúnað sem okkur finnst gera góða tölvu að frábærri tölvu!

Image for DELL SupportAssist

DELL SupportAssist

DELL SupportAssist er frábær leið til að halda tölvunni í toppformi. Hugbúnaðurinn skannar vélina reglulega, stillir hana eftir þörfum og nær sjálfkrafa í uppfærslur á reklum og BIOS. SupportAssist fylgist einnig með öllum vélbúnaði og lætur vita ef svo ólíklega vill til að eitthvað stefnir í óefni.

Forritið er beintengt þjónustugátt DELL sem fer í málið áður en það verður að vandamáli. Þannig er hægt að koma í veg fyrir niðurtíma og óþarfa vesen.

DELL Precision Optimizer

Ef þú ert að nota DELL Precision vél er algjör skylda að nota Precision Optimizer. Optimizer stillir vélina sjálfvirkt eftir kröfum notandans með einum smelli. Þannig skynjar forritið til dæmis að notandinn er að vinna í Photoshop og stillir vinnsluminni, skjástýringu og annað eftir þörfum. Þannig sparast ekki einungis tími, heldur er frammistaða forrita aukin til muna. Allt að 121 prósent!

Forritið fylgist einnig með að allir reklar séu uppfærðir svo forrit skili hámarks afköstum og áreiðanleika. Í Pro útgáfu Optimizer geta UT deildir fyrirtækja einnig fjarstýrt vélum og séð til þess að þær skili þeim afköstum sem kröfur eru gerðar um.

Image for DELL Precision Optimizer
Image for DELL Display Manager

DELL Display Manager

DELL Display Manager nýtist þeim sérstaklega vel sem vinna í mörgu á einum skjá. Því auk þess að stilla skjáinn eins og best verður á kosið, er hægt að skipta myndinni niður í fyrirfram ákveðin „hólf“. Forrit og gluggar eru þannig einfaldlega dregin í sína reiti og forritið sér um að raða öllu þægilega upp. Að auki er hægt að segja forritinu hvernig viss forrit eiga að raðast – Premier Pro getur þá til dæmis fyllt út skjáinn á meðan Google Chrome gluggar myndu deila með sér sitthvorum helmingnum.

Trend Micro Maximum Security

Að lokum verðum við svo að nefna vírusvarnir. Hætturnar á netinu eru margvíslegar og stafrænir skúrkar finna sífellt nýjar leiðir til að svindla á okkur hinum sem höldum kannski í sakleysi okkar að það sé verið að boða okkur í skýrslutöku hjá Lögreglu.

Þess vegna er nauðsynlegt að vera með góða vörn sem kemur í veg fyrir allt óþarfa vesen. Advania býður meðal annars upp á Trend Micro Maximum Security sem er sérstaklega hannað fyrir notendur sem eru með allt að 5 tölvur og snjalltæki. Forritið er ekki bara hefðbundin vírusvörn, heldur notar það gervigreind til að finna óþekktar veirur og annað vesen.

Image for Trend Micro Maximum Security