Miklar kröfur eru nú gerðar á vinnumarkaði til fjarfunda og eru gæði þeirra orðin hluti af ímynd fyrirtækja. Því er mikilvægt að búnaður og hugbúnaður stuðli að hnökralausum samskiptum. Advania er með mikið úrval af fjarfundabúnaði fyrir heimaskrifstofuna, fundarherbergin, stóru salina og kennslustofur. Allt til að virkja kraftinn í starfsfólkinu, hvar svo sem það er statt.
Microsoft Teams er öflug fjarfundalausn sem að fer vel með fjarfundabúnaðnum sem við bjóðum upp á og möguleiki er á tengingu við Innu kennslukerfið sem að auðveldar alla umsýslu fjarkennslu. Að auki erum við sérfræðingar í Cisco Webex og Airtame. Sérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af vali á búnaði og geta aðstoðað þig við að finna lausnir sem henta þér.