Við val á skjá er meðal annars mikilvægt að huga að daglegum verkefnum, stærð skrifborðs og tengimöguleikum.
Sumir skjáir henta betur fyrir efnissköpun og myndvinnslu á meðan aðrir eru meira hugsaðir fyrir fjarfundi.
Við bjóðum upp á Dell Ultrasharp, Dell Professional og Dell Video Conferencing skjái. Ásamt ýmsum afgreiðslu skjáum og fleira.
Hér neðar er að finna ítarlegri upplýsingar um hverja línu fyrir sig til auðveldað valið.
Dell UltraSharp skjáir henta vel fyrir þá sem gera miklar kröfur um litastuðning, upplausn og myndgæði.
- Frábærir fyrir efnissköpun (myndbands- og ljósmyndavinnslu, verkfræði o.fl.)
- Glæsileg hönnun sem skilar nettari skjá og þynnri skjáköntum
- Einstök litarskilyrði með möguleika á HDR og IPS Black tækni
- Fást sveigðir og í mörgum stærðum
Dell Professional skjáir henta vel fyrir almenna skrifstofuvinnu þar sem unnið er í tölvupósti, helstu Microsoft forritum og birgðarkerfum.
- Frábærir fyrir glærukynningar, töflureikni og textagerð
- ComfortView Plus tækni fáanleg sem dregur úr magni blágeisla
- Vinnuvistfræðileg hönnun
- Fást í mörgum stærðum og einnig sveigðir
Dell Video Conferencing skjáir henta vel fyrir fjarfundi og eru sérstaklega hannaðir með fjarvinnu í huga.
- Frábærir fyrir fjarfundi þar sem einn hnappur kveikir á Microsoft Teams (e. one button connect)
- Innbyggð vefmyndavél
- 5W innbyggðir hátalarar og hljóðnemi með umhverfisvörn (e. noise-canceling)
Sendu okkur línu á sala@advania.is og við höfum samband um hæl.