Fyrirtæki eins og DELL ná ekki að vera einn helsti framleiðandi skjáa í heiminum með því að framleiða bara eina tegund fyrir alla. Mismunandi aðstæður kalla á mismunandi skjái og er nú svo komið að útgáfurnar skipta tugum. Auðvelt að týnast í því úrvalinu. Svörum allavega einni spurningu sem snöggvast:

Image for

Hver er besti skjárinn til að vinna ljósmyndir á?

Það þýðir lítið að vinna myndir á skjá sem sýnir ekki hárrétta mynd. Hversu leiðinlegt væri að vinna flotta ljósmynd sem kemur svo allt öðruvísi út en þú ætlaðir þér? Miklu máli skiptir að skjárinn hafi mikla upplausn og það sem meira er: liturinn verður að vera réttur.

Þess vegna mælum við með Ultrasharp skjáum í ljósmyndavinnslu. Nánar tiltekið skjái eins og U2718Q sem bjóða upp á 4K upplausn, HDR tækni og 1,06 milljarða lita. Hann er 99,9% sRGB nákvæmur og því engin hætta á að réttu litirnir skili sér ekki. Fyrir utan það er skjárinn sjálfur bara þrælflottur! Helstu kostir eru:

  • 27" WideScreen IPS Antiglare 3H
  • LED baklýsing
  • 3840 x 2160 @ 60 Hz 163PPI
  • Þunnir kantar
  • Miklir tengimöguleikar
Image for
Image for

Ofar í línunni eru einnig tveir skjáir sem eru ekki bara breiðir og sveigðir heldur stórglæsilegir. Fyrst ber að nefna 34“ WQHD skjáinn U3417W, og svo hinn stórglæsilega U3818DW sem er 4K 38“ breiðtjaldsvillidýr! Báðir eru með 1,06 milljarða lita og 99,9% litastuðning. Með 21:9 breiðtjaldi (í stað hins hefðbundna 16:9) er ekki bara hægt að stækka myndina til muna, heldur opnast nýir möguleikar í að vinna í mörgum hlutum í einu. Ef það stendur til að vinna í öðrum forritum samhliða ljósmyndavinnslunni, mælum við því algjörlega með breiðum skjáum eins og þessum tveimur.

Línan spannar töluvert fleiri skjái en bara þessa tvo og við hvetjum þig til að skoða úrvalið í vefversluninni. Þar að auki er að sjálfsögðu hægt að sérpanta skjái fyrir allar aðstæður. Ef þú sérð ekki skjáinn sem þú hefur áhuga á, er eina vitið að hafa samband við söluteymið okkar sem finnur rétta skjáinn á rétta verðinu.