Það eru leikjavélar - og svo er Alienware

Alienware er toppurinn í leikjavélum frá Dell. Þær eru sérstaklega hannaðar til að ráða við allar þær kröfur sem þyngstu leikirnir setja – þó kröfurnar breytist. Því Alienware tölvur eru uppfæranlegar til halda í við þróunina í tölvuleikjaheiminum. Línan samanstendur af frábærum vélum – allt frá 13, 15 og 17“ fartölvum, upp í hrikalega öflugar turntölvur með allt að 32GB í vinnsluminni og Intel i9-X örgjörva.


Image for Það eru leikjavélar - og svo er Alienware

Alienware

6 vörur

  Vörufjölskylda

  • Fartölvur (1)
  • Heyrnatól (1)
  • Lyklaborð (1)
  • Skjáir (1)

6 vörur

 • 1 / 1
Image for Það skiptir miklu að vera skjánægður

Það skiptir miklu að vera skjánægður

Öflug tölva er góð byrjun, en til að leika sér almennilega skiptir miklu máli að vera með rétta skjáinn. Hann verður auðvitað að vera nógu stór og skarpur til að sjá öll smáatriði en þar með er ekki öll sagan sögð.

Í leikjum skiptir máli að endurnýjun (e.refresh rate) og viðbragðstími (e. response time) í skjánum séu yfir meðallagi til að hraðar hreyfingar skili sér áreynslulaust. Þess vegna eru Alienware skjáir búnir tækni eins og NVIDIA G-Sync sem sér til þess að notandinn upplifir leikina nákvæmlega eins og framleiðandinn sá fyrir sér.

Lyklaborð sem endast

Alienware lyklaborð eru töluvert frábrugðnari öðrum lyklaborðum. Þau eru ekki hönnuð til að vera þunn og meðfærileg – þvert á móti. Takkarnir eru mekanískir, ferðast langt með hverjum innslætti og hannaðir til að endast í minnst 50 milljón slætti. Að sjálfsögðu eru lyklarnir baklýstir í mörgum litum og notandinn getur sett upp litaprófíl sem honum hentar með einföldu forriti.


Image for Lyklaborð sem endast
Image for Engar meðalmýs

Engar meðalmýs

Að sama skapi eru Alienware mýs hannaðar sérstaklega fyrir leikjaspilun. Fyrir utan að vera níðsterkar, eru þær búnar eiginleikum sem ekki sjást í hefðbundinni tölvumús. Til að mynda eru þær með allt að 13 forritanlega takka, sérstaklega næma ljósnema fyrir hreyfingu og stillanlegt grip ásamt lóðum fyrir þyngd.Heyrðu og láttu heyra í þér

Í alvöru leikjaspilun þýðir ekki að vera með gömlu teinaheyrnatólin sem fylgdu Walkman-inum hennar mömmu þinnar. Best er auðvitað að vera með sérstaklega hönnuð leikjaheyrnatól og þar er Alienware fremst á meðal jafningja. AW988 eru þrælflott, létt og ótrúlega öflug heyrnartól með 7.1 víðóma hljóm og háskerpu hljóðnema.

Þau eru að sjálfsögðu þráðlaus og dugir rafhlaðan í 15 samfleyttar klukkustundir af hasar – en einnig er hægt að tengja þau á gamla mátann með 3,5mm jack tengi. Leikirnir hafa aldrei hljómað svona vel!

Image for Heyrðu og láttu heyra í þér
Image for Atvinnugræjur

Atvinnugræjur

Það er ekki að ástæðulausu að Alienware er jafn stórt merki í tölvuleikjaheiminum og raun ber vitni. Leikjavélarnar eru til í mörgum gerðum sem henta öllum frá byrjendum, til atvinnutölvuleikjaspilara. Vélarnar eru gríðarlega vinsælar og engin furða að keppnisliði eins og Team Liquid vilji ekkert annað en Alienware.


Mynd: The Esports Observer