Deildu þráðlaust
Airtame 2 og Airtime hub styðja að deila skjá eða forriti þráðlaust með því að nota Airtame forrit, Miracast (Windows (win+K), Airplay (Apple tölvur, ipad og iphone) eða Google cast ( Android spjaldtölvur, símar eða Chrome vafri).
Upplýsingaskjálausn
Með Airtame búnaðinum getur þú nýtt þína skjái sem upplýsingaskjái (Digital Signage). Með áskrift af Airtame cloud getur þú stjórnað öllum Airtame tækjunum og valið hvað birtist á hvaða skjá hverju sinni.
Fjarfundir
Með Airtame hub er hægt tengjast fjarfundum (Teams eða Zoom) frá Airtame forritinu. Einungis þarf Airtame forritið og segja tækinu að tengjast fundinum sem er í dagatalinu þínu. Hægt er að tengja flestar tegundir myndavéla og hljóðnema við kerfið með USB.
Með Airtame Cloud hefur þú heildar stjórn og yfirsýn á öllum Airtame tækjunum þínum, hvaðan sem er.
Hægt er að stýra hvenær skjáir fara í gang og hvað birtist á þeim hverju sinni (með plus leyfi).
Með tækjunum fylgir frír aðgangur að Airtame Cloud en með Plus leyfinu færðu mun betri möguleika fyrir upplýsingaskjáina (Digital Signages, Schedules ofl.).
Airtame Cloud Plus kostar 120 Evrur á ári fyrir hvert tæki. Með Airtame Rooms viðbótinni (Fyrir AirtameHub) er hægt að hefja fjarfundi (Teams og Zoom) þráðlaus frá tölvunni þinni. Leyfið fylgir Airtame hub fysta árið en kostar svo 499 Evrur á ári eftir það.
Hjá Advania er fjölbreytt úrval fjarfundalausna og -búnaðar frá framleiðendum í fremstu röð fyrir fundarherbergi af öllum stærðum og gerðum. Advania sér einnig um ráðgjöf, uppsetningu og kennslu. Áhersla er lögð á einfaldleika sem styttir tímann við að hefja fund og eykur notkun á búnaðinum. Mynd- og hljóðgæði auka upplifun og færir fólk nær því að vera í sama herbergi.