Starfsfólk getur keypt búnað á vinnustöðvar sínar í vefverslun (svo sem mýs, lyklaborð o.s.frv). Kaup á stærri hlutum (svo sem tölvum og skjáum) þurfa að fara í gegnum næsta yfirmann. Til að ganga frá kaupum á kennitölu Advania, skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum og velur Advania aðganginn. Starfsfólk getur sjálft klárað pantanir fyrir allt að 15.000 kr án vsk, en deildarstjórar græja kaup á dýrari búnaði á sínum aðgangi í vefverslun.
- Það er mikilvægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum
- Gættu þess að þú sért skráð/ur inn á Advania aðganginn
- Kaupin eru kláruð með því að setja í reikning og fá afhent á starfstöð (eða í póst fyrir þau sem vinna fyrir utan starfstöðva)
- Ef starfsfólk þarf að kaupa fyrir meira en 15.000 kr án vsk þarf næsti yfirmaður að græja það á sínum aðgangi í vefverslun
Til að versla í vefverslun á þinni persónulegu kennitölu velur þú einfaldlega persónulega aðganginn þinn í valmyndinni efst á síðunni.
- Verð breytast sjálfkrafa í samræmi við starfsmannakjör
- Sending á vörum á starfstöðvar er ykkur að kostnaðarlausu
- Hægt er að láta draga andvirði kaupana af launum með því að velja að setja í reikning