Advania býður upp á allar Creative Cloud lausnirnar frá Adobe. Í boði eru ótal mismunandi tegundir hugbúnaðar sem allar eru hannaðar til að koma sköpunargleði notandans í fast form og hjálpa til við framleiðslu efnis.
Hugbúnaðurinn er almennt boðinn í áskriftarformi en bæði er hægt að kaupa leyfi fyrir stök forrit sem og heildarpakka. Kynntu þér úrvalið og sjáðu hvað er mögulegt með hugbúnaði frá Adobe.
Adobe er algjörlega leiðandi þegar kemur að myndvinnsluforritum. Photoshop er í raun svo mikill staðall í heiminum að almennt er talað um að „photoshop-a“ myndir þegar þeim er breytt. Illustrator býður upp á svo til endalausa möguleika í hönnun og teikningu á meðan InDesign kemur öllu til skila. Stafrænt eða á prenti. Sjáðu hvað er mögulegt með Adobe Creative Cloud.
Fáðu nánari upplýsingarAllt frá heimamyndböndum að stórum kvikmyndum, Adobe Creative Cloude er með hugbúnaðinn í verkið. Premier Pro er eitt viðamesta klippiforrit í heiminum og notað af byrjendum jafn sem atvinnumönnum. Með After Effects hefur aldrei verið auðveldara að smíða áhrif og með Audition má jafnvel smíða hljóðið. Allt til kvikmyndagerðar á einum stað með Adobe Creative Cloud.
Fáðu nánari upplýsingarÞað hefur aldrei verið einfaldara að smíða og gefa út vefsíður og öpp. Með forritum eins og Dreamweaver og Muse er hægt að hanna vefsíður, jafnvel án þess að skrifa kóða. XD birtir hugmyndina og Typekit sér um að þú verðir aldrei uppiskroppa með leturgerðir. Sjáðu hvað er mögulegt í vefsíðugerð með Adobe Creative Cloud.
Fáðu nánari upplýsingarHægt er að velja sér stakt forrit í pakkanum (t.d Illustrator) og kostar hvert um 61 þúsund á ári*, en heildarpakkinn (um 20 forrit) er á um 142 þúsund á ári.*
Þannig borgar sig í raun að taka allan pakkann ef þörf er á tveimur forritum eða fleiri.
Adobe rukkar ár í senn en við bjóðum upp á greiðsludreifingar með kreditkorti.
Við hvetjum þig til að hafa samband við sérfræðinga okkar í netspjallinu og fá aðstoð við að finna lausnir sem henta best.
*verð eru háð gengi og geta breyst án fyrirvara