Image for Gerðu það að raunveruleika með Adobe

Gerðu það að raunveruleika með Adobe

Advania býður upp á allar Creative Cloud lausnirnar frá Adobe. Í boði eru ótal mismunandi tegundir hugbúnaðar sem allar eru hannaðar til að koma sköpunargleði notandans í fast form og hjálpa til við framleiðslu efnis. Hugbúnaðurinn er almennt boðinn í áskriftarformi en bæði er hægt að kaupa leyfi fyrir stök forrit sem og heildarpakka. Kynntu þér úrvalið og sjáðu hvað er mögulegt með hugbúnaði frá Adobe.



Hægt er að velja sér stakt forrit í pakkanum (t.d Photoshop eða Illustrator) og kostar hvert um 61 þúsund á ári*, en heildarpakkinn (um 20 forrit) er á um 142 þúsund á ári.* Þannig borgar sig í raun að taka allan pakkann ef þörf er á tveimur forritum eða fleiri.

Adobe rukkar ár í senn en við bjóðum upp á greiðsludreifingar með kreditkorti.

Við hvetjum þig til að hafa samband við sérfræðinga okkar í vefspjallinu neðst á síðunni eða bóka fund á tíma sem hentar þér.



*verð eru háð gengi og geta breyst án fyrirvara