Fjölmargar atvinnugreinar treysta á starfsfólk sem vinnur um allan bæ og jafnvel um allt land. Verkfræðingar, sölufólk, fasteignasalar, iðnaðarmenn og viðbragðsaðilar eru bara nokkur dæmi um starfsstéttir sem þurfa að geta sinnt sínu hlutverki þó það sé ekkert WiFi.
Langstærsti hluti starfsfólks á skrifstofum, gerir einnig ráð fyrir að hafa frelsið til að vinna í fjarvinnu á einhverjum tímapunkti. Með því að fjárfesta í tölvum sem eru ávallt tengdar, skiptir ekki lengur máli hvar sú vinna á sér stað.
Það er köld staðreynd hins sítengda nútíma, að hættur leynast í öllum hornum. Óþekkt þráðlaus net á kaffihúsum, flugvöllum og bensínstöðvum eru langt í frá öruggur staður til að tengja vinnutölvur við. Raunar er það svo, að æ fleiri vinnustaðir banna hreinlega tengingar við slík net vegna hættunar sem getur skapast.
Með 5G tengingu byggða beint inn í vélina, er hún alltaf örugg og engin hætta á að vinna úti í bæ hafi óáætlaðar afleiðingar.
Dell Technologies er einn stærsti framleiðandi tölvubúnaðar í heiminum. Advania hefur verið samstarfsaðili Dell í nokkra áratugi og sér um sölu og þjónustu á vél- og hugbúnaði.