Image for Þrjár ástæður fyrir því að það borgar sig að skipta út gömlum tölvubúnaði

Þrjár ástæður fyrir því að það borgar sig að skipta út gömlum tölvubúnaði

Góður rekstur fyrirtækja snýst um að fara vel með peninga og spara þar sem hægt er að spara. Þetta þýðir auðvitað meðal annars að tölvubúnaður verður að duga sem lengst og ekki skal skipta út fyrr en í harðbakka slær. Eða hvað? Hér eru þrjár ástæður fyrir því að fyrirtæki ættu að uppfæra tölvubúnaðinn sinn frekar en að keyra á gömlum.

Image for Það eykur framleiðni

Það eykur framleiðni

  • Nýr hugbúnaður sér til þess að starfsmenn geta frekar bjargað sér sjálfir ef þeir lenda í vandræðum.
  • Nýr búnaður er traustari og minna er um bilanir. Hann vinnur hraðar og minna er um útföll.
  • Nýrri hugbúnaður sér til þess að allir séu að vinna í sama umhverfi. Þetta einfaldar allt til muna fyrir UT deildir.
  • Allt að 50% aukning í framleiðni getur orðið við að uppfæra 5 ára vél í nýja*. Nýrri vélar vinna hraðar og ráða betur við þyngri og fjölbreyttari vinnslu.
Image for Það sparar fjármuni

Það sparar fjármuni

  • 40% af fjármagni UT deilda fer í að halda gömlum búnaði gangandi. Tölvur sem eru eldri en fjögurra ára kosta 1.3 sinnum meira í rekstri og geta auðveldlega farið fram úr kostnaðinum við að kaupa nýja vél*.
  • Nýjar vélar eru í ábyrgð og því minni eigináhætta ef bilun kemur upp. Bilanatíðni nýs búnaðar er í flestu tilfellum margfalt minni en þess sem eldri er.
  • Auk þess eru flestar nýjar vélar með Next Business Day ábyrgð sem minnkar niðrítíma töluvert.
Image for Það eykur öryggi

Það eykur öryggi

  • 73% af UT deildum og þeim sem taka ákvarðanir varðandi rafræn viðskipti hafa áhyggjur af öryggishættum*.
  • Nýjar tölvur styðja nýrri staðla á dulkóðun á efni. Þróaðri innskráningarferlar og dulkóðanir sjá til þess að aðeins þeir komast að efninu sem eiga að gera það.
  • 95% öryggisbrota gerast í tölvu notandans*. Með aukinni fjarvinnu starfsmanna hefur aldrei verið jafn mikilvægt að hafa lausnir eins og Dell Endpoint Security Suite og nýjustu útgáfu af Windows 10.

  

 

Latitude - skrifstofan allsstaðar

Dell Latitude hefur fyrir löngu sannað sig sem ein heimsins besta fartölvulínan fyrir fyrirtæki. Þær eru traustar, öruggar, öflugar og til í ótal útgáfum. Vélarnar eru hannaðar með vinnuumhverfi í huga, stútfullar af öryggistöðlum og tengimöguleikum.

Image for Latitude - skrifstofan allsstaðar

Vinsælar vörur

*Dell Global Security Survey December 2015 http://futurereadyworkforce.dell.com/wp-content/uploads/2016/03/DDS_Report_V4.pdf *Techaisle Whitepaper 2013, The Ageing PC E­ect – Exposing Financial Impact for Small Business; Survey of 736  Small businesses in six countries using PCs that are four or more years old experience twice the downtime than newer system *Techaisle Whitepaper 2013, The Ageing PC E­ect – Exposing Financial Impact for Small Business; Survey of 736 small businesses in six countries finding that systems four+ years old have twice the downtime of newer ones *Verizon 2015 DBIR